Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2019 23:05 Airbus A321XLR, í litum Air Lease. Stefnt er að því hún verði komin í rekstur hjá flugfélögum árið 2023. Teikning/Airbus. Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. Stefnt er að því að hún taki 180 til 220 farþega og verði komin í notkun hjá flugfélögum árið 2023. Þetta er þróuð útgáfa af A320-línunni, en XLR stendur fyrir „extra long range“. Evrópski flugvélaframleiðandinn segir að flugdrægið verði 8.700 kílómetrar, 15% meira en á A321LR, og að eldsneytiseyðsla verði 30% minni á hvert sæti miðað við þær kynslóðir flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Við blasir að ráðamenn Icelandair munu taka þennan valkost til ítarlegrar skoðunar. Ekki eru nema sex vikur frá því forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, skýrði frá því að félagið væri að skoða þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Þetta nýjasta útspil Airbus virðist raunar sniðið að leiðakerfi Icelandair. Í fréttatilkynningu Airbus, sem kynnt var á flugsýningunni í París í dag, eru meira að segja tiltekin dæmi um að A321XLR-þotan muni komast í einum áfanga frá Reykjavík til Dubai og frá Reykjavík til Houston. Þotan dregur einnig frá Íslandi til bæði San Francisco og Los Angeles.Kynningarspjald frá Airbus sem sýnir getu nýju flugvélarinnar. Takið eftir að flugdrægi er meðal annars sýnt frá Reykjavík.Teikning/Airbus.Þannig virðist Airbus núna geta boðið sannfærandi arftaka Boeing 757-vélanna, en frá því framleiðslu þeirra var hætt fyrir 15 árum hafa flugfélög eins og Icelandair beðið eftir valkosti sem gæti leyst þær af hólmi. A321XLR gæti einnig að einhverju leyti komið í stað Boeing 767, sem Icelandair notar meðal annars á lengstu flugleiðum sínum. Helsta spurningin er hvort þetta langa flugdrægi XLR-þotunnar verði á kostnað burðarþols, hvort fullir geymar af eldsneyti þýði að fórna verði flugsætum á móti. Icelandair-menn munu einnig spyrja sig hvort stærri eldsneytisgeymar þýði minna rými fyrir frakt í lestunum, til dæmis fyrir ferskan fisk, en Boeing 757 þotur Icelandair nýtast vel til fiskflutninga með farþegafluginu. Þá nær nýja Airbus-þotan, með 101 tonna hámarksflugtaksþyngd, ekki að toppa 115 tonna hámarksflugtaksþyngd Boeing 757. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, lítilli breiðþotu sem bandaríski flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, og var búist við því að Boeing myndi nýta flugsýninguna í París til að kynna þau áform sín. Það gerist ekki og hafa Boeing-menn kosið að láta lítið fyrir sér fara enda glíma þeir nú við ærinn vanda; sem er að koma Max-vélunum aftur á flug og sannfæra almenning um að óhætt verði að fljúga með þeim. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrsta flug Airbus A321neo í janúar 2018: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. Stefnt er að því að hún taki 180 til 220 farþega og verði komin í notkun hjá flugfélögum árið 2023. Þetta er þróuð útgáfa af A320-línunni, en XLR stendur fyrir „extra long range“. Evrópski flugvélaframleiðandinn segir að flugdrægið verði 8.700 kílómetrar, 15% meira en á A321LR, og að eldsneytiseyðsla verði 30% minni á hvert sæti miðað við þær kynslóðir flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Við blasir að ráðamenn Icelandair munu taka þennan valkost til ítarlegrar skoðunar. Ekki eru nema sex vikur frá því forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, skýrði frá því að félagið væri að skoða þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Þetta nýjasta útspil Airbus virðist raunar sniðið að leiðakerfi Icelandair. Í fréttatilkynningu Airbus, sem kynnt var á flugsýningunni í París í dag, eru meira að segja tiltekin dæmi um að A321XLR-þotan muni komast í einum áfanga frá Reykjavík til Dubai og frá Reykjavík til Houston. Þotan dregur einnig frá Íslandi til bæði San Francisco og Los Angeles.Kynningarspjald frá Airbus sem sýnir getu nýju flugvélarinnar. Takið eftir að flugdrægi er meðal annars sýnt frá Reykjavík.Teikning/Airbus.Þannig virðist Airbus núna geta boðið sannfærandi arftaka Boeing 757-vélanna, en frá því framleiðslu þeirra var hætt fyrir 15 árum hafa flugfélög eins og Icelandair beðið eftir valkosti sem gæti leyst þær af hólmi. A321XLR gæti einnig að einhverju leyti komið í stað Boeing 767, sem Icelandair notar meðal annars á lengstu flugleiðum sínum. Helsta spurningin er hvort þetta langa flugdrægi XLR-þotunnar verði á kostnað burðarþols, hvort fullir geymar af eldsneyti þýði að fórna verði flugsætum á móti. Icelandair-menn munu einnig spyrja sig hvort stærri eldsneytisgeymar þýði minna rými fyrir frakt í lestunum, til dæmis fyrir ferskan fisk, en Boeing 757 þotur Icelandair nýtast vel til fiskflutninga með farþegafluginu. Þá nær nýja Airbus-þotan, með 101 tonna hámarksflugtaksþyngd, ekki að toppa 115 tonna hámarksflugtaksþyngd Boeing 757. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, lítilli breiðþotu sem bandaríski flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, og var búist við því að Boeing myndi nýta flugsýninguna í París til að kynna þau áform sín. Það gerist ekki og hafa Boeing-menn kosið að láta lítið fyrir sér fara enda glíma þeir nú við ærinn vanda; sem er að koma Max-vélunum aftur á flug og sannfæra almenning um að óhætt verði að fljúga með þeim. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrsta flug Airbus A321neo í janúar 2018:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00