Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 21:08 Mitch McConnell og Jon Stewart. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart. Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart.
Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20