Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 16:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Xi Jinping, forseti Kína, og Kim Jong-un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu á forsíðu bókar sem var til sölu á flugvellinum í Hong Kong. getty/Geovien So Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn. Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn.
Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21