Með sól í sinni Davíð Stefánsson skrifar 17. júní 2019 10:00 Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar