Kauffman og David Crane eru höfundar þáttanna sem slógu rækilega í gegn og njóta enn mikilla vinsælda um allan heim. Þættirnir voru sýndir í áratug, frá árinu 1994 til 2004, og lifa góðu lífi á streymisveitunni Netflix.
Umræðan um endurkomu þáttanna hefur náð nýjum hæðum enn á ný eftir að ein aðalleikkona þáttanna, Jennifer Aniston, hafnaði ekki möguleikanum á því í viðtali við Ellen nýlega. Spjallþáttadrottningin bað hana einfaldlega um að taka þátt í endurkomu þáttanna sem leikkonan svaraði: „Allt í lagi“. Hún sagði bæði sjálfa sig og aðra í leikhópnum vera til í að taka þátt í slíkri endurkomu.
„Allt getur gerst,“ sagði Aniston í viðtalinu.
Aniston lýsti því yfir eftir viðtalið að það væri ekkert sem benti til þess að leikhópurinn kæmi aftur saman, mörgum aðdáendum til mikils ama. Kauffman tók undir það og nánast afskrifaði möguleikann á endurkomu.
„Af hverju að eyðileggja góðan hlut? Við myndum ekki vilja endurkomu og valda aðdáendum vonbrigðum.“
Umrætt viðtal við Aniston má sjá hér að neðan.