Krefjast afsagnar lögreglumanns sem hótaði tíu ára dreng með skotvopni Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:00 Jerri Hrubes ásamt tíu ára syni sínum DJ Hrubes. AP/Rick Bowner Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“ Bandaríkin Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“
Bandaríkin Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira