BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf Ari Brynjólfsson skrifar 15. júní 2019 08:00 Orlofssjóður BHM, líkt og sjóðir fjölda annarra stéttarfélaga, seldi gjafabréf í flug með WOW air allt þar til flugfélagið fór í þrot. Alls keyptu félagsmenn í BHM gjafabréf fyrir rúmlega 38 milljónir árið áður. Fréttablaðið/Ernir Orlofssjóður BHM hyggst ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf frá WOW air. Er þeim sjóðfélögum sem eiga ónotað gjafabréf bent á að gera almenna kröfu í þrotabú flugfélagsins. Líkt og fjölmörg stéttarfélög bauð BHM félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf hjá flugfélögum. Hjá BHM var hægt að kaupa gjafabréf hjá WOW air frá 2016 þangað til í mars síðastliðnum þegar flugfélagið fór í þrot. Var þá hægt að kaupa 30 þúsund króna gjafabréf fyrir rúmar 20 þúsund krónur. VR, SFR og Sameyki hafa öll heitið því að endurgreiða ónotuð gjafabréf sem sjóðfélagar hafa keypt í gegnum þau. Öll þessi stéttarfélög miða við ár aftur í tímann, eða við gildistímann fram að gjaldþroti flugfélagsins. Athygli vekur að þegar VR kynnti gjafabréfið á sínum tíma var sjóðfélögum bent á að lesa skilmálana vel. Lilja Grétarsdóttir, formaður orlofssjóðs BHM, segir að stjórnin hafi farið gaumgæfilega yfir málið. Leitað hafi verið ráðgjafar hjá Neytendasamtökunum, lögmönnum og skiptastjóra þrotabús WOW air. Niðurstaðan var að ekki séu forsendur fyrir því að sjóðurinn endurgreiði gjafabréfin. „Það var farið yfir það hjá sjóðnum að á árinu fyrir gjaldþrot WOW var veltan í gjafabréfum hjá sjóðnum rúmlega 38 milljónir. Það er ekki líklegt að ekkert af þeim hafi verið notað,“ segir Lilja. Ef miðað er við að gjafabréfið kosti 20 þúsund krónur má gera ráð fyrir að sjóðfélagar hafi keypt tæplega 1.900 gjafabréf hjá WOW air í gengum BHM á árinu fyrir fall flugfélagsins. Stjórnin veit ekki hversu mörg gjafabréf hafa verið nýtt. „Það getum við aldrei vitað. WOW air skuldaði fyrirtækinu sem sá um bókunarkerfið þeirra umtalsverðar fjárhæðir, þannig að því var lokað. Það hefði orðið að bera traust til þess að þeir sem kæmu fram gerðu það með heiðarlegum hætti. Það hefði verið mikil óvissa með þessi bréf.“ Samkvæmt ársreikningi BHM var eigið fé orlofssjóðsins 1,1 milljarður, þar af er stór hluti bundinn í fasteignum. Rekstrarhagnaður síðasta árs nam 97,7 milljónum króna. Á sjóðurinn 91,2 milljónir króna í haldbæru fé. Þó svo að stjórnin harmi ákvörðun um slíkt myndi, að mati stjórnar, endurgreiðsla skapa varhugavert fordæmi. Lilja segir það mismunandi eftir sjóðum hversu mikið sé undir, orlofssjóður BHM hafi verið með mikil viðskipti með gjafabréfin. Það hafi verið samdóma álit allra sem stjórnin leitaði til að sjóðnum bæri ekki skylda til að taka þetta á sig. „Þegar þú kaupir þessi bréf þá blasa við skilmálar um að í engu tilviki séu þau endurgreidd,“ segir Lilja. Það má segja að það hefði verið afbrigðilegra að ákveða, af svona sjóði sem er að sýsla um fé stórs hóps, að setja svona mikla peninga til handa litlum hópi. Það færi í raun gegn þeim reglum sem um þetta gilda. Eftir að hafa velt þessu máli fyrir okkur þá komumst við að þessari niðurstöðu.“ Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Orlofssjóður BHM hyggst ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf frá WOW air. Er þeim sjóðfélögum sem eiga ónotað gjafabréf bent á að gera almenna kröfu í þrotabú flugfélagsins. Líkt og fjölmörg stéttarfélög bauð BHM félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf hjá flugfélögum. Hjá BHM var hægt að kaupa gjafabréf hjá WOW air frá 2016 þangað til í mars síðastliðnum þegar flugfélagið fór í þrot. Var þá hægt að kaupa 30 þúsund króna gjafabréf fyrir rúmar 20 þúsund krónur. VR, SFR og Sameyki hafa öll heitið því að endurgreiða ónotuð gjafabréf sem sjóðfélagar hafa keypt í gegnum þau. Öll þessi stéttarfélög miða við ár aftur í tímann, eða við gildistímann fram að gjaldþroti flugfélagsins. Athygli vekur að þegar VR kynnti gjafabréfið á sínum tíma var sjóðfélögum bent á að lesa skilmálana vel. Lilja Grétarsdóttir, formaður orlofssjóðs BHM, segir að stjórnin hafi farið gaumgæfilega yfir málið. Leitað hafi verið ráðgjafar hjá Neytendasamtökunum, lögmönnum og skiptastjóra þrotabús WOW air. Niðurstaðan var að ekki séu forsendur fyrir því að sjóðurinn endurgreiði gjafabréfin. „Það var farið yfir það hjá sjóðnum að á árinu fyrir gjaldþrot WOW var veltan í gjafabréfum hjá sjóðnum rúmlega 38 milljónir. Það er ekki líklegt að ekkert af þeim hafi verið notað,“ segir Lilja. Ef miðað er við að gjafabréfið kosti 20 þúsund krónur má gera ráð fyrir að sjóðfélagar hafi keypt tæplega 1.900 gjafabréf hjá WOW air í gengum BHM á árinu fyrir fall flugfélagsins. Stjórnin veit ekki hversu mörg gjafabréf hafa verið nýtt. „Það getum við aldrei vitað. WOW air skuldaði fyrirtækinu sem sá um bókunarkerfið þeirra umtalsverðar fjárhæðir, þannig að því var lokað. Það hefði orðið að bera traust til þess að þeir sem kæmu fram gerðu það með heiðarlegum hætti. Það hefði verið mikil óvissa með þessi bréf.“ Samkvæmt ársreikningi BHM var eigið fé orlofssjóðsins 1,1 milljarður, þar af er stór hluti bundinn í fasteignum. Rekstrarhagnaður síðasta árs nam 97,7 milljónum króna. Á sjóðurinn 91,2 milljónir króna í haldbæru fé. Þó svo að stjórnin harmi ákvörðun um slíkt myndi, að mati stjórnar, endurgreiðsla skapa varhugavert fordæmi. Lilja segir það mismunandi eftir sjóðum hversu mikið sé undir, orlofssjóður BHM hafi verið með mikil viðskipti með gjafabréfin. Það hafi verið samdóma álit allra sem stjórnin leitaði til að sjóðnum bæri ekki skylda til að taka þetta á sig. „Þegar þú kaupir þessi bréf þá blasa við skilmálar um að í engu tilviki séu þau endurgreidd,“ segir Lilja. Það má segja að það hefði verið afbrigðilegra að ákveða, af svona sjóði sem er að sýsla um fé stórs hóps, að setja svona mikla peninga til handa litlum hópi. Það færi í raun gegn þeim reglum sem um þetta gilda. Eftir að hafa velt þessu máli fyrir okkur þá komumst við að þessari niðurstöðu.“
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira