Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 22:57 Javier Matías Darroux Mijalchuk (til vinstri fyrir miðju) tekur um Roberto Mijalchuk, frænda sinn ásamt fjölskyldu og fulltrúum Ammanna á Maítorgi. AP/Marcos Brindicci Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann. Argentína Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann.
Argentína Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira