Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 21:40 Bráðnandi borgarísjaki við strendur Grænlands. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu er við það að setja met. Hitinn á Grænlandi var meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi á miðvikudag og við norðurströnd Alaska þar sem hafís tekur yfirleitt aldrei upp er opið haf. Gögn Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna benda til þess að umfangsmesta bráðnun Grænlandsjökuls svo snemma sumars frá því að mælingar hófust hafi átt sér stað í vikunni. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum hafa sett af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Svo umfangsmikil bráðnun á sér yfirleitt ekki stað á Grænlandi fyrr en um mitt sumar og stundum ekki einu sinni þá. Hlýindin má rekja til hæðarinnar sem hefur setið yfir Grænlandi undanfarið og hefur meðal annars valdið blíðviðri á Íslandi. Sjálfvirk veðurstöð uppi á jöklinum sýndi hita yfir frostmarki 12. júní. Það gerðist síðast í júlí árið 2012 þegar mesta bráðnun sem sést hefur á Grænlandi átti sér stað. Bráðnun hafíssins er ennþá meiri. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur ekki mælst minni á þessum tíma árs frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Hop hafíssins í Tjúkta- og Beaufort-hafi við Norður-Alaska er sérstaklega sögð fordæmalaus. Vorið hefur einnig verið óvenjuhlýtt víða á norðurslóðum. Þannig hófst bráðnun á Grænlandsjökli um mánuði fyrr en í meðalári og í Alaska losnuðu ár fyrr úr klakaböndum en nokkru sinni áður. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Veður Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu er við það að setja met. Hitinn á Grænlandi var meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi á miðvikudag og við norðurströnd Alaska þar sem hafís tekur yfirleitt aldrei upp er opið haf. Gögn Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna benda til þess að umfangsmesta bráðnun Grænlandsjökuls svo snemma sumars frá því að mælingar hófust hafi átt sér stað í vikunni. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum hafa sett af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Svo umfangsmikil bráðnun á sér yfirleitt ekki stað á Grænlandi fyrr en um mitt sumar og stundum ekki einu sinni þá. Hlýindin má rekja til hæðarinnar sem hefur setið yfir Grænlandi undanfarið og hefur meðal annars valdið blíðviðri á Íslandi. Sjálfvirk veðurstöð uppi á jöklinum sýndi hita yfir frostmarki 12. júní. Það gerðist síðast í júlí árið 2012 þegar mesta bráðnun sem sést hefur á Grænlandi átti sér stað. Bráðnun hafíssins er ennþá meiri. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur ekki mælst minni á þessum tíma árs frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Hop hafíssins í Tjúkta- og Beaufort-hafi við Norður-Alaska er sérstaklega sögð fordæmalaus. Vorið hefur einnig verið óvenjuhlýtt víða á norðurslóðum. Þannig hófst bráðnun á Grænlandsjökli um mánuði fyrr en í meðalári og í Alaska losnuðu ár fyrr úr klakaböndum en nokkru sinni áður.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Veður Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17