Hundrað ára boðið í veislu með Guðna forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 14:03 Sigríður Kristín Sigurðardóttir fagnar 100 ára afmæli þann 5. desember. Hún tók þátt í Kvennahlaupi á Hrafnistu í dag en Kvennahlaupið sjálft fer fram á morgun. Vísir/Friðrik Þór Hrafnista býður landsmönnum, sem eiga 100 ára afmæli á árinu, til afmælisveislu á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. júní klukkan 14. Viðstödd veisluna verða meðal annars Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem flytur ávarp auk Dagnýjar Erlu Gunnarsdóttur, sem er fimmtán ára og sitja mun þingfund ungmenna í Alþingishúsinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní í tilefni af 75 ára afmælis lýðveldisins. Boðið verður upp á afmælisköku og söngatriði sem tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson annast. Formleg dagskrá mun taka um eina klukkustund. Auk ofangreindra og fleiri aðila er öllum íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði boðið til veislunnar. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu og hafa um tíu þeirra þegar boðað komu sína til veislunnar. Í lok dagskrár verður tekin hópmynd af þessum merkilega hópi ásamt forseta Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Hefur undirbúningur m.a. verið unninn í samstarfi vð Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Þessi áhugaverði vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook. Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Hrafnista býður landsmönnum, sem eiga 100 ára afmæli á árinu, til afmælisveislu á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. júní klukkan 14. Viðstödd veisluna verða meðal annars Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem flytur ávarp auk Dagnýjar Erlu Gunnarsdóttur, sem er fimmtán ára og sitja mun þingfund ungmenna í Alþingishúsinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní í tilefni af 75 ára afmælis lýðveldisins. Boðið verður upp á afmælisköku og söngatriði sem tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson annast. Formleg dagskrá mun taka um eina klukkustund. Auk ofangreindra og fleiri aðila er öllum íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði boðið til veislunnar. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu og hafa um tíu þeirra þegar boðað komu sína til veislunnar. Í lok dagskrár verður tekin hópmynd af þessum merkilega hópi ásamt forseta Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Hefur undirbúningur m.a. verið unninn í samstarfi vð Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Þessi áhugaverði vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.
Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira