Nýr veruleiki Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2019 09:00 Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar