Mæla með að ráðgjafa Trump verði vikið úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 17:37 Alríkisstarfsmenn eiga ekki að vera pólitískir þegar þeir koma fram í nafni embættis síns. Það hefur Kellyanne Conway þó ítrekað gert. Vísir/EPA Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26
Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45
Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23