Tilbúinn að taka við upplýsingum um mótframbjóðanda þó þær komi frá erlendum ríkisstjórnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 11:26 Bandaríkjaforseti hefur aldrei hringt í alríkislögregluna. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Sjá meira