Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 11:45 Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins. Vísir/Jón Sigurður Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira