Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 08:37 Jessica Biel og Robert F. Kennedy yngri. Instagram Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira