Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok sem var dæmt eftir að dómari leiksins, Bibiana Steinhaus, skoðaði atvikið í VARsjánni.
Jöfnunarmark Noregs á 54. mínútu var hins vegar af skrautlegri gerðinni. Hættulítil fyrirgjöf kom fyrir markið og í stað þess að sparka boltanum í horn, sparkaði Wendie Renard boltanum í sitt eigið net.
Afskaplega klaufalegt en sem betur fer fyrir Renard skoraði Eugenie Le Sommer úr vítaspyrnunni átján mínútum síðar og Frakkarnir eru á toppnum með sex stig.
Does that own goal from Wendie Renard deserve punishing?
You can rate her and both France and Norway's performances out of 10 using our Player Rater tool.
Here https://t.co/KcXis0yebL#FRA#NOR#FIFAWWCpic.twitter.com/8P0JcT8WWg
— BBC Sport (@BBCSport) June 12, 2019
Lesendur BBC gáfu leikmönnum einkunn eftir leikinn í gær og það kom ekki á óvart að lægstu einkunnina fékk Renard eða 4,98. Samherji hennar í vörninni, Torrent, var hæst í franska liðinu eða með 6,44.
Maður leiksins kom hins vegar úr norska liðinu en það var framherjinn Isabell Herlovsen. Hún fékk 6,50 í einkunn en María Þórisdóttir var sú fjórða í norska liðinu með 6,41 stig.
Noregur er með þrjú stig í riðlinum en liðið mætir Suður-Kóreu á mánudaginn. Sigur þar kemur liðinu í 16-liða úrslitin.