Þriðjungur dómara á Íslandi er konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2019 06:15 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira