Kettir Kolbeinn Marteinsson skrifar 13. júní 2019 08:15 Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun