Vinaþjóðir um ókomin ár Herbert Beck skrifar 13. júní 2019 08:45 Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla. Svo má náttúrlega nefna hin nánu og frjósömu tengsl sem hófust með Hansa-kaupmönnum á 15. öld. Eða þann þátt sem þýska rómantíkin, heimspeki og guðfræði léku eftir lok danska einveldisins í eflingu íslenskrar þjóðernisvitundar á 19. öldinni. Á hinn bóginn eru verk eins og Niflungahringur Wagners eða „Þýskar goðsagnir“ Jacobs Grimm óhugsandi án vísana í íslensku fornbókmenntirnar. Konrad Maurer kannast að minnsta kosti eldri kynslóðin við, þýska Íslandsvininn sem var samtíðar- og stuðningsmaður pólitískra markmiða Jóns Sigurðssonar. Á keisaratímanum í Þýskalandi var vaxandi áhugi fyrir Norðurlöndunum, en þennan áhuga umtúlkuðu og misnotuðu nasistar á stuttum en afdrifaríkum valdatíma sínum. Í þessu sambandi er vert að nefna að Íslendingar sýndu, með fáeinum undantekningum, að þeir væru ónæmir fyrir slíkum fantasíum. Eftir endalok seinni heimsstyrjaldar og Þriðja ríkisins var stjórnmálasambandi komið á milli þýska Sambandslýðveldisins og Íslands árið 1952. Upp frá því hafa samskipti þjóða okkar þróast á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Ný varða á langri samleið Íslands og Þýskalands er heimsókn Frank-Walters Steinmeier, forseta Sambandslýðveldisins, sem verður ásamt eiginkonu sinni Elke Büdenbender í opinberri heimsókn á Íslandi frá 12. til 14. júní. Eftir Richard von Weizsäcker (1992) og Johannes Rau (2003) er þetta í þriðja sinn sem forseti Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Þáverandi forsetar Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, fóru líka hvort í sína opinberu heimsóknina til Þýskalands. Ísland er meðal nánustu og traustustu samstarfsríkja Þýskalands. Bæði lönd okkar starfa vel saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, NATO, Evrópuráðsins og ÖSE, til að nefna mikilvægustu alþjóðastofnanirnar. Við deilum þeirri sannfæringu að nýjar alþjóðlegar áskoranir, hvort sem þær eru af pólitískum, efnahagslegum eða tæknilegum toga, verða ekki leystar nema með samstarfi byggðu á sameiginlegum gildum og hagsmunum. Þýski utanríkisráðherrann Maas hefur ítrekað sagt að það geti vel farið saman að gæta bæði lögmætra þjóðarhagsmuna og sameiginlegra hagsmuna heimsbyggðarinnar. Sameiginleg aðild að stærsta sameiginlega efnahagssvæði heims, Evrópska efnahagssvæðinu, hefur mikla þýðingu bæði fyrir Ísland og Þýskaland. Það býður fólki okkar og fyrirtækjum hagstæðan aðgang að mörkuðum hvert annars innan ramma fjórfrelsisins (frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns). Það er enginn vafi á því að þrátt fyrir það háa stig viðskipta sem nú þegar ríkir milli landa okkar, þá eru góð tækifæri til að auka þau enn meir. Gæði, nýsköpun og sjálfbærni í skilningi umhverfis- og loftslagsverndar verða mikilvægir mælikvarðar fyrir framtíðarþróun og velgengni efnahagslegrar samvinnu. Ísland og Þýskaland eru einnig í nánu samstarfi við framkvæmd loftslagssamningsins sem kenndur er við París. Ein þungamiðja heimsóknar Steinmeiers forseta beinist að loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Frekari þróun samstarfs á sviði tækni og vísinda er líka nátengd viðskiptasamvinnunni, bæði tvíhliða og innan ramma áætlana Evrópusambandsins. Þetta snýst ekki aðeins um að efla enn frekar samstarfið á vísindasviðinu, heldur einnig betri nýtingu gagnkvæmra tækifæra á sviði menntunar, í þágu beggja landa. Menningarleg tengsl milli Þýskalands og Íslands hafa alltaf haft mikla þýðingu. Sérstaklega eru tengslin sterk á sviði bókmennta og tónlistar. Vissir þú að Halldór Laxness skrifaði undir sinn fyrsta samning við erlendan útgefanda árið 1932, við Insel-forlagið í Leipzig fyrir útgáfuna á Sölku Völku? Meðal margra tónskálda sem sóttu sér innblástur í Þýskalandi og mótaði á sama tíma tónlistarlífið á Íslandi, vil ég nefna sérstaklega Atla Heimi Sveinsson, sem sem lést fyrir nokkrum vikum. Listamenn eins og Ólafur Elíasson og Víkingur Heiðar Ólafsson standa í dag fyrir líflegri menningarmiðlun í löndum okkar. Það er aðeins vegna plássleysis að ég fer hér ekki út í að rekja hlutverk íþrótta í menningarsamskiptum okkar. Að lokum verð ég að nefna hóp um 180 Þjóðverja sem komu til Íslands fyrir réttum 70 árum til starfa í íslenskum landbúnaði. Næstu ár þar á eftir komu fleiri Þjóðverjar og verulegur fjöldi þeirra, aðallega konur, settist að og stofnaði fjölskyldur. Ísland bauð þeim ný heimkynni og þetta fólk varð mjög sérstakir brúarsmiðir milli landa okkar. Sögurnar eru margar og merkar sem þessu tengjast, og þýski forsetinn og eiginkona hans munu heyra í nokkrum sögupersónunum á meðan á heimsókn þeirra stendur. Þeir sem eiga leið um hringtorgið á Granda á næstu dögum munu uppgötva mjög ljóðræna veggmynd um sögu þýsku kvennanna (og karlanna), málaða af listakonum frá Berlín og Manchester, sem allar tengjast Museum für Gegenwartskunst Urban Nation í Berlín. Ég býð einnig lesendum að heimsækja sýningu þýska ljósmyndarans Marzenu Skubatz „Heima / t“ í Árbæjarsafni, en hún verður opnuð á miðvikudaginn. Hin aldalanga saga Íslands og Þýskalands, Íslendinga og Þjóðverja, heldur áfram.Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla. Svo má náttúrlega nefna hin nánu og frjósömu tengsl sem hófust með Hansa-kaupmönnum á 15. öld. Eða þann þátt sem þýska rómantíkin, heimspeki og guðfræði léku eftir lok danska einveldisins í eflingu íslenskrar þjóðernisvitundar á 19. öldinni. Á hinn bóginn eru verk eins og Niflungahringur Wagners eða „Þýskar goðsagnir“ Jacobs Grimm óhugsandi án vísana í íslensku fornbókmenntirnar. Konrad Maurer kannast að minnsta kosti eldri kynslóðin við, þýska Íslandsvininn sem var samtíðar- og stuðningsmaður pólitískra markmiða Jóns Sigurðssonar. Á keisaratímanum í Þýskalandi var vaxandi áhugi fyrir Norðurlöndunum, en þennan áhuga umtúlkuðu og misnotuðu nasistar á stuttum en afdrifaríkum valdatíma sínum. Í þessu sambandi er vert að nefna að Íslendingar sýndu, með fáeinum undantekningum, að þeir væru ónæmir fyrir slíkum fantasíum. Eftir endalok seinni heimsstyrjaldar og Þriðja ríkisins var stjórnmálasambandi komið á milli þýska Sambandslýðveldisins og Íslands árið 1952. Upp frá því hafa samskipti þjóða okkar þróast á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Ný varða á langri samleið Íslands og Þýskalands er heimsókn Frank-Walters Steinmeier, forseta Sambandslýðveldisins, sem verður ásamt eiginkonu sinni Elke Büdenbender í opinberri heimsókn á Íslandi frá 12. til 14. júní. Eftir Richard von Weizsäcker (1992) og Johannes Rau (2003) er þetta í þriðja sinn sem forseti Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Þáverandi forsetar Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, fóru líka hvort í sína opinberu heimsóknina til Þýskalands. Ísland er meðal nánustu og traustustu samstarfsríkja Þýskalands. Bæði lönd okkar starfa vel saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, NATO, Evrópuráðsins og ÖSE, til að nefna mikilvægustu alþjóðastofnanirnar. Við deilum þeirri sannfæringu að nýjar alþjóðlegar áskoranir, hvort sem þær eru af pólitískum, efnahagslegum eða tæknilegum toga, verða ekki leystar nema með samstarfi byggðu á sameiginlegum gildum og hagsmunum. Þýski utanríkisráðherrann Maas hefur ítrekað sagt að það geti vel farið saman að gæta bæði lögmætra þjóðarhagsmuna og sameiginlegra hagsmuna heimsbyggðarinnar. Sameiginleg aðild að stærsta sameiginlega efnahagssvæði heims, Evrópska efnahagssvæðinu, hefur mikla þýðingu bæði fyrir Ísland og Þýskaland. Það býður fólki okkar og fyrirtækjum hagstæðan aðgang að mörkuðum hvert annars innan ramma fjórfrelsisins (frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns). Það er enginn vafi á því að þrátt fyrir það háa stig viðskipta sem nú þegar ríkir milli landa okkar, þá eru góð tækifæri til að auka þau enn meir. Gæði, nýsköpun og sjálfbærni í skilningi umhverfis- og loftslagsverndar verða mikilvægir mælikvarðar fyrir framtíðarþróun og velgengni efnahagslegrar samvinnu. Ísland og Þýskaland eru einnig í nánu samstarfi við framkvæmd loftslagssamningsins sem kenndur er við París. Ein þungamiðja heimsóknar Steinmeiers forseta beinist að loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Frekari þróun samstarfs á sviði tækni og vísinda er líka nátengd viðskiptasamvinnunni, bæði tvíhliða og innan ramma áætlana Evrópusambandsins. Þetta snýst ekki aðeins um að efla enn frekar samstarfið á vísindasviðinu, heldur einnig betri nýtingu gagnkvæmra tækifæra á sviði menntunar, í þágu beggja landa. Menningarleg tengsl milli Þýskalands og Íslands hafa alltaf haft mikla þýðingu. Sérstaklega eru tengslin sterk á sviði bókmennta og tónlistar. Vissir þú að Halldór Laxness skrifaði undir sinn fyrsta samning við erlendan útgefanda árið 1932, við Insel-forlagið í Leipzig fyrir útgáfuna á Sölku Völku? Meðal margra tónskálda sem sóttu sér innblástur í Þýskalandi og mótaði á sama tíma tónlistarlífið á Íslandi, vil ég nefna sérstaklega Atla Heimi Sveinsson, sem sem lést fyrir nokkrum vikum. Listamenn eins og Ólafur Elíasson og Víkingur Heiðar Ólafsson standa í dag fyrir líflegri menningarmiðlun í löndum okkar. Það er aðeins vegna plássleysis að ég fer hér ekki út í að rekja hlutverk íþrótta í menningarsamskiptum okkar. Að lokum verð ég að nefna hóp um 180 Þjóðverja sem komu til Íslands fyrir réttum 70 árum til starfa í íslenskum landbúnaði. Næstu ár þar á eftir komu fleiri Þjóðverjar og verulegur fjöldi þeirra, aðallega konur, settist að og stofnaði fjölskyldur. Ísland bauð þeim ný heimkynni og þetta fólk varð mjög sérstakir brúarsmiðir milli landa okkar. Sögurnar eru margar og merkar sem þessu tengjast, og þýski forsetinn og eiginkona hans munu heyra í nokkrum sögupersónunum á meðan á heimsókn þeirra stendur. Þeir sem eiga leið um hringtorgið á Granda á næstu dögum munu uppgötva mjög ljóðræna veggmynd um sögu þýsku kvennanna (og karlanna), málaða af listakonum frá Berlín og Manchester, sem allar tengjast Museum für Gegenwartskunst Urban Nation í Berlín. Ég býð einnig lesendum að heimsækja sýningu þýska ljósmyndarans Marzenu Skubatz „Heima / t“ í Árbæjarsafni, en hún verður opnuð á miðvikudaginn. Hin aldalanga saga Íslands og Þýskalands, Íslendinga og Þjóðverja, heldur áfram.Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar