Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. Þannig gerðu tyrkneskir hakkarar tölvuárásir á þrjár íslenskar heimasíður, það er heimasíðu Isavia, KSÍ og héraðsmiðilsins Sunnlenska og stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins tóku Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir eftir að ráðherrann tjáði sig á Twitter.Að sinna öryggiseftirliti á alþjóðaflugvelli finnst mér skipta máli. Að sjá mann með uppþvottabursta í stað hljóðnema dálítið fyndið en ekki móðgun. Ég reiðist ekki þegar erlent tungumál er þýtt á ensku í stað íslensku. Fótbolti snýst um gleði og skemmtun. Áfram Ísland! — Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 10, 2019 Lætin má rekja til komu tyrkneska landsliðsins til Keflavíkur á sunnudagskvöld. Tyrkir voru afar ósáttir við tafir sem urðu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins og ekki batnaði það þegar óþekktur maður beindi uppþvottabursta að Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrklands, þar sem hann ræddi við tyrkneska fjölmiðla á flugvellinum. Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins tóku uppákomunni með burstann vægast sagt illa og fóru strax að herja á íslenska fjölmiðlamenn á Twitter þar sem þeir leituðu að fréttamanninum sem hefði komið fram við landsliðsmennina af slíkri vanvirðingu. Fyrrverandi utanríkisráðherra skerst í leikinn Á meðal þeirra sem fengu að finna fyrir því voru þeir Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 Þá létu stuðningsmennirnir einnig í sér heyra á Facebook-síðu KSÍ þar sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, blandaði sér í umræðurnar til að reyna að róa mannskapinn. Á blaðamannafundi eftir leikinn í gærkvöldi greindi síðan Erik Hamrén, landliðsþjálfari Íslands, frá því að mörgum leikmönnum landsliðanna, karla, kvenna og yngri landsliða, hefðu borist morðhótanir frá stuðningsmönnum Tyrklands. „Þá líður mér illa í þessum heimi,“ sagði Hamrén. Framkvæmdastjóri KSÍ er með málið til skoðunar.Hér sést Belginn Corentin Siamang reka þvottaburstann í áttina að fyrirliða tyrkneska liðsins á sunnudagskvöld.Vísir/GettyÓþekkti „burstamaðurinn“ reyndist Belgi Rúmum hálfum sólarhring eftir að Tyrkirnir komu til landsins kom í ljós að „burstamaðurinn“ var Belginn Corentin Siamang. Tyrknesku stuðningsmennirnir hófu þá að beina reiði sinni að Siamang. Honum bárust líflátshótanir og Facebook-síða hans var hökkuð. Áður en það var gert hafði Siamang hins vegar tjáð sig um málið á Facebook. Skrifaði hann að þetta hefði bara átt að vera grín og að hann hefði ekki ætlað að móðga neinn. „Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta. Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig,“ skrifaði Siamang. Hann baðst síðan afsökunar á málinu í gær.Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, sést hér taka á sprett í leiknum í gærkvöldi en leikmaður Tyrkja fylgir á hæla hans.vísir/daníel þór ágústssonTekið sem kynþáttaníði í Tyrklandi Augljóst er að þótt Siamang hafi ekki ætlað að móðga neinn þá móðguðust ansi margir Tyrkir vegna uppþvottaburstans. Vegna alls þessa voru uppþvottaburstar bannaðir á leiknum í gær en Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði Tyrkjana taka burstanum sem kynþáttaníði. Því yrðu þeir bannaðir. Þótt upp úr hafi soðið vegna uppátækis Belgans í flugstöðinni voru gestirnir frá Tyrklandi ekki síst ósáttir við móttökurnar á Keflavíkurflugvelli. Héldu þeir því fram að þeir hefðu þurft að bíða í þrjá klukkutíma á vellinum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit og sögðust hafa upplifað dónaskap af hálfu starfsmanna á Keflavíkurflugvelli. „Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ var haft eftir framherjanum Burak Yilmaz í tyrkneska miðlinum Daily Sabah.Mevlüt Çavuşoğlu er utanríkisráðherra Tyrklands.Vísir/GettyÓásættanleg hegðun að mati ráðherra Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, tjáði sig um málið á Twitter á mánudagsmorgun. Sagði hann meðferðina á tyrkneska liðinu á flugvellinum óásættanlega þegar kæmi að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Síðar sama morgun sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi að viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli væru stórlega ýkt. Víðir kvaðst hafa rætt við fulltrúa tyrkneska knattspyrnusambandsins sem tjáði honum að það hefðu liðið rúmir tveir klukkutímar frá því að vél tyrkneska liðsins lenti í Keflavík og þar til liðið var komið á hótel sitt í Reykjavík. Sá tímarammi stemmir við tímarammann sem Isavia greindi frá í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í hádeginu á mánudag vegna málsins.Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmKröfur ekki uppfylltar í Konya Þar kom fram að brottfararflugvöllur landsliðshópsins í Konya í Tyrklandi væri ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildi fyrir flugvelli í ríkjum ESB og á EES-svæðinu eða í þeim löndum sem gert hafa sérstaka samninga um það. Því væri Isavia skylt að framkvæma öryggisleit á öllum farþegum sem koma frá slíkum flugvöllum og þar með talið Íslendingum. Öryggisleitin gengi vanalega fljótt fyrir sig en á sunnudagskvöld hefði hún tekið lengri tíma en venjulega „þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum,“ eins og sagði í tilkynningu Isavia. Allt ferlið hefði tekið um 80 mínútur.Beiðni um hraðmeðferð á síðustu stundu Isavia barst aldrei nein beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um hraðmeðferð í gegnum öryggisleitina. Slíkri beiðni hefði átt að beina til utanríkisráðuneytisins og barst hún ráðuneytinu frá tyrkneska sendiráðinu í Osló um hádegisbil á sunnudag. Var þar einnig óskað eftir hraðmeðferð í gegnum vegabréfaeftirlit. Var beiðninni hafnað á þeim grundvelli að hún hefði ekki borist með nægilegum fyrirvara auk þess sem slík fyrirgreiðsla standi jafnan aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða, að því er fram kom í tilkynningu ráðuneytisins sem barst fjölmiðlum síðdegis á mánudag.Kári Árnason í baráttu um boltann inni í vítateig Tyrkja í gærkvöldi.vísir/daníel þór ágústssonEkki hægt að afgreiða vegabréfin samkvæmt lista Á mánudagskvöld barst fjölmiðlum svo tilkynning frá Gunnari Tryggvasyni, ræðismanni Tyrklands á Íslandi, þar sem hann kvaðst hafa sent beiðni um hraðmeðferð til lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 6. júní. Beiðnin sneri að hraðmeðferð (e. fast track) í gegnum vegabréfaeftirlit. Barst hún með tölvupósti og hefur Vísir tölvupóstsamskiptin undir höndum. Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum svaraði póstinum samdægurs og sagði að hraðmeðferð væri möguleg en að ekki væri hægt að afgreiða vegabréfin eftir lista. Þeirri beiðni var því hafnað. Í frétt á vef RÚV í hádeginu í gær sagðist Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, ekki kannast við beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um hraðmeðferð í gegnum öryggisleit við komuna til landsins. Kvaðst hann hafa kannað málið á mánudagsmorgun en enginn kannaðist við að hafa fengið slíka beiðni. Ef slík beiðni hefði borist hefði hann sennilega verið látinn vita af henni. Þá hefði hann strax vísað á Isavia sem sér um öryggisleitina. Eftir hádegi í gær sá lögreglustjórinn svo tölvupóstsamskipti tyrkneska sendiráðsins við flugstöðvardeild lögreglunnar síðastliðinn fimmtudag. „Í póstunum kemur fram að beðið hafi verið um að afgreiða vegabréf tyrkneska landsliðsins eftir lista og því var hafnað með tölvupóstum. Vegabréfaeftirlitið gekk mjög hratt og vel fyrir sig en öryggisleitin er ekki á höndum eða ábyrgð á lögreglu,“ sagði Ólafur Helgi í samtali við Vísi í gær.Guðlaugur Þór sagði tyrkneska utanríkisráðherranum að hann væri undrandi á viðbrögðum tyrkneskra stjórnvalda sem væru harðari en tilefni gæfi til.vísir/vilhelmGuðlaugur Þór undrandi Utanríkisráðherrar Tyrklands og Íslands, þeir Mevlüt Çavuşoğlu og Guðlaugur Þór Þórðarson, ræddu síðan í gærmorgun saman í síma um komu tyrkneska landsliðsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu vegna málsins kom fram að tyrkneski ráðherrann hefði óskað eftir samtalinu. Çavuşoğlu lét í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Útskýrði Guðlaugur Þór málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. Áréttaði hann að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og að óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda sem væru mun harðari en tilefni gæfi til.Sárna svör lögreglustjóra Í samtali við Vísi segir Gunnar Tryggvason, ræðismaður Tyrklands á Íslandi, tyrknesk stjórnvöld vera sátt við þær skýringar sem Isavia og utanríkisráðuneytið hafa gefið á málinu. Þeim sárni hins vegar ummæli lögreglustjórans á Suðurnesjum í fyrrnefndri frétt RÚV í gær þar sem hann sagðist ekki kannast við beiðni um hraðmeðferð. „Þetta er embættið sem var í samskiptum við okkur og hann hélt því fram að það hefðu ekki komið neinir tölvupóstar. Þeir spurðu mig hvort þetta væri eitthvað fjölmiðlastríð en ég reyndi að settla málin og sagði þeim að þetta væri bara eitt embætti sem væri að gera mistök,“ segir Gunnar og bætir við að tyrknesk stjórnvöld telji sig eiga heimtingu á skýringum á ummælum lögreglustjórans.Stigalausir heim til Tyrklands Um leikinn, sem allt snerist á endanum um, má það segja að okkar menn spiluðu sinn besta landsleik í lengri tíma. Umgjörð leiksins var flott og áttu öryggisverðir og lögreglumenn náðugan dag í Laugardalnum. Örfáir uppþvottaburstar voru fjarlægðir af stuðningsmönnum án nokkurra vandkvæða. Um létt grín var að ræða og ekkert vesen að sögn Víðis Reynissonar öryggisstjóra KSÍ. Strákarnir okkar eru nú með níu stig í H-riðli undankeppni EM 2020 eins og Frakkar og Tyrkir að loknum fjórum leikjum. Ísland mætir næst Moldóvu í september. Það er annars að frétta af Tyrkjum að þeir flugu til Istanbul klukkan 23:43 í gærkvöldi. Leik lauk á Laugardalsvelli klukkan 20:40 og því bendir flest til þess að heimferðin hafi gengið öllu betur en koma þeirra til landsins á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Fréttaskýringar Keflavíkurflugvöllur Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hægt að kaupa tölvuárás fyrir um tvö þúsund krónur Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. 11. júní 2019 20:45 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda komu utanríkisráðherra á óvart Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. 11. júní 2019 22:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. Þannig gerðu tyrkneskir hakkarar tölvuárásir á þrjár íslenskar heimasíður, það er heimasíðu Isavia, KSÍ og héraðsmiðilsins Sunnlenska og stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins tóku Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir eftir að ráðherrann tjáði sig á Twitter.Að sinna öryggiseftirliti á alþjóðaflugvelli finnst mér skipta máli. Að sjá mann með uppþvottabursta í stað hljóðnema dálítið fyndið en ekki móðgun. Ég reiðist ekki þegar erlent tungumál er þýtt á ensku í stað íslensku. Fótbolti snýst um gleði og skemmtun. Áfram Ísland! — Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 10, 2019 Lætin má rekja til komu tyrkneska landsliðsins til Keflavíkur á sunnudagskvöld. Tyrkir voru afar ósáttir við tafir sem urðu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins og ekki batnaði það þegar óþekktur maður beindi uppþvottabursta að Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrklands, þar sem hann ræddi við tyrkneska fjölmiðla á flugvellinum. Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins tóku uppákomunni með burstann vægast sagt illa og fóru strax að herja á íslenska fjölmiðlamenn á Twitter þar sem þeir leituðu að fréttamanninum sem hefði komið fram við landsliðsmennina af slíkri vanvirðingu. Fyrrverandi utanríkisráðherra skerst í leikinn Á meðal þeirra sem fengu að finna fyrir því voru þeir Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 Þá létu stuðningsmennirnir einnig í sér heyra á Facebook-síðu KSÍ þar sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, blandaði sér í umræðurnar til að reyna að róa mannskapinn. Á blaðamannafundi eftir leikinn í gærkvöldi greindi síðan Erik Hamrén, landliðsþjálfari Íslands, frá því að mörgum leikmönnum landsliðanna, karla, kvenna og yngri landsliða, hefðu borist morðhótanir frá stuðningsmönnum Tyrklands. „Þá líður mér illa í þessum heimi,“ sagði Hamrén. Framkvæmdastjóri KSÍ er með málið til skoðunar.Hér sést Belginn Corentin Siamang reka þvottaburstann í áttina að fyrirliða tyrkneska liðsins á sunnudagskvöld.Vísir/GettyÓþekkti „burstamaðurinn“ reyndist Belgi Rúmum hálfum sólarhring eftir að Tyrkirnir komu til landsins kom í ljós að „burstamaðurinn“ var Belginn Corentin Siamang. Tyrknesku stuðningsmennirnir hófu þá að beina reiði sinni að Siamang. Honum bárust líflátshótanir og Facebook-síða hans var hökkuð. Áður en það var gert hafði Siamang hins vegar tjáð sig um málið á Facebook. Skrifaði hann að þetta hefði bara átt að vera grín og að hann hefði ekki ætlað að móðga neinn. „Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta. Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig,“ skrifaði Siamang. Hann baðst síðan afsökunar á málinu í gær.Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, sést hér taka á sprett í leiknum í gærkvöldi en leikmaður Tyrkja fylgir á hæla hans.vísir/daníel þór ágústssonTekið sem kynþáttaníði í Tyrklandi Augljóst er að þótt Siamang hafi ekki ætlað að móðga neinn þá móðguðust ansi margir Tyrkir vegna uppþvottaburstans. Vegna alls þessa voru uppþvottaburstar bannaðir á leiknum í gær en Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði Tyrkjana taka burstanum sem kynþáttaníði. Því yrðu þeir bannaðir. Þótt upp úr hafi soðið vegna uppátækis Belgans í flugstöðinni voru gestirnir frá Tyrklandi ekki síst ósáttir við móttökurnar á Keflavíkurflugvelli. Héldu þeir því fram að þeir hefðu þurft að bíða í þrjá klukkutíma á vellinum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit og sögðust hafa upplifað dónaskap af hálfu starfsmanna á Keflavíkurflugvelli. „Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ var haft eftir framherjanum Burak Yilmaz í tyrkneska miðlinum Daily Sabah.Mevlüt Çavuşoğlu er utanríkisráðherra Tyrklands.Vísir/GettyÓásættanleg hegðun að mati ráðherra Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, tjáði sig um málið á Twitter á mánudagsmorgun. Sagði hann meðferðina á tyrkneska liðinu á flugvellinum óásættanlega þegar kæmi að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Síðar sama morgun sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi að viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli væru stórlega ýkt. Víðir kvaðst hafa rætt við fulltrúa tyrkneska knattspyrnusambandsins sem tjáði honum að það hefðu liðið rúmir tveir klukkutímar frá því að vél tyrkneska liðsins lenti í Keflavík og þar til liðið var komið á hótel sitt í Reykjavík. Sá tímarammi stemmir við tímarammann sem Isavia greindi frá í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í hádeginu á mánudag vegna málsins.Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmKröfur ekki uppfylltar í Konya Þar kom fram að brottfararflugvöllur landsliðshópsins í Konya í Tyrklandi væri ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildi fyrir flugvelli í ríkjum ESB og á EES-svæðinu eða í þeim löndum sem gert hafa sérstaka samninga um það. Því væri Isavia skylt að framkvæma öryggisleit á öllum farþegum sem koma frá slíkum flugvöllum og þar með talið Íslendingum. Öryggisleitin gengi vanalega fljótt fyrir sig en á sunnudagskvöld hefði hún tekið lengri tíma en venjulega „þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum,“ eins og sagði í tilkynningu Isavia. Allt ferlið hefði tekið um 80 mínútur.Beiðni um hraðmeðferð á síðustu stundu Isavia barst aldrei nein beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um hraðmeðferð í gegnum öryggisleitina. Slíkri beiðni hefði átt að beina til utanríkisráðuneytisins og barst hún ráðuneytinu frá tyrkneska sendiráðinu í Osló um hádegisbil á sunnudag. Var þar einnig óskað eftir hraðmeðferð í gegnum vegabréfaeftirlit. Var beiðninni hafnað á þeim grundvelli að hún hefði ekki borist með nægilegum fyrirvara auk þess sem slík fyrirgreiðsla standi jafnan aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða, að því er fram kom í tilkynningu ráðuneytisins sem barst fjölmiðlum síðdegis á mánudag.Kári Árnason í baráttu um boltann inni í vítateig Tyrkja í gærkvöldi.vísir/daníel þór ágústssonEkki hægt að afgreiða vegabréfin samkvæmt lista Á mánudagskvöld barst fjölmiðlum svo tilkynning frá Gunnari Tryggvasyni, ræðismanni Tyrklands á Íslandi, þar sem hann kvaðst hafa sent beiðni um hraðmeðferð til lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 6. júní. Beiðnin sneri að hraðmeðferð (e. fast track) í gegnum vegabréfaeftirlit. Barst hún með tölvupósti og hefur Vísir tölvupóstsamskiptin undir höndum. Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum svaraði póstinum samdægurs og sagði að hraðmeðferð væri möguleg en að ekki væri hægt að afgreiða vegabréfin eftir lista. Þeirri beiðni var því hafnað. Í frétt á vef RÚV í hádeginu í gær sagðist Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, ekki kannast við beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um hraðmeðferð í gegnum öryggisleit við komuna til landsins. Kvaðst hann hafa kannað málið á mánudagsmorgun en enginn kannaðist við að hafa fengið slíka beiðni. Ef slík beiðni hefði borist hefði hann sennilega verið látinn vita af henni. Þá hefði hann strax vísað á Isavia sem sér um öryggisleitina. Eftir hádegi í gær sá lögreglustjórinn svo tölvupóstsamskipti tyrkneska sendiráðsins við flugstöðvardeild lögreglunnar síðastliðinn fimmtudag. „Í póstunum kemur fram að beðið hafi verið um að afgreiða vegabréf tyrkneska landsliðsins eftir lista og því var hafnað með tölvupóstum. Vegabréfaeftirlitið gekk mjög hratt og vel fyrir sig en öryggisleitin er ekki á höndum eða ábyrgð á lögreglu,“ sagði Ólafur Helgi í samtali við Vísi í gær.Guðlaugur Þór sagði tyrkneska utanríkisráðherranum að hann væri undrandi á viðbrögðum tyrkneskra stjórnvalda sem væru harðari en tilefni gæfi til.vísir/vilhelmGuðlaugur Þór undrandi Utanríkisráðherrar Tyrklands og Íslands, þeir Mevlüt Çavuşoğlu og Guðlaugur Þór Þórðarson, ræddu síðan í gærmorgun saman í síma um komu tyrkneska landsliðsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu vegna málsins kom fram að tyrkneski ráðherrann hefði óskað eftir samtalinu. Çavuşoğlu lét í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Útskýrði Guðlaugur Þór málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. Áréttaði hann að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og að óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda sem væru mun harðari en tilefni gæfi til.Sárna svör lögreglustjóra Í samtali við Vísi segir Gunnar Tryggvason, ræðismaður Tyrklands á Íslandi, tyrknesk stjórnvöld vera sátt við þær skýringar sem Isavia og utanríkisráðuneytið hafa gefið á málinu. Þeim sárni hins vegar ummæli lögreglustjórans á Suðurnesjum í fyrrnefndri frétt RÚV í gær þar sem hann sagðist ekki kannast við beiðni um hraðmeðferð. „Þetta er embættið sem var í samskiptum við okkur og hann hélt því fram að það hefðu ekki komið neinir tölvupóstar. Þeir spurðu mig hvort þetta væri eitthvað fjölmiðlastríð en ég reyndi að settla málin og sagði þeim að þetta væri bara eitt embætti sem væri að gera mistök,“ segir Gunnar og bætir við að tyrknesk stjórnvöld telji sig eiga heimtingu á skýringum á ummælum lögreglustjórans.Stigalausir heim til Tyrklands Um leikinn, sem allt snerist á endanum um, má það segja að okkar menn spiluðu sinn besta landsleik í lengri tíma. Umgjörð leiksins var flott og áttu öryggisverðir og lögreglumenn náðugan dag í Laugardalnum. Örfáir uppþvottaburstar voru fjarlægðir af stuðningsmönnum án nokkurra vandkvæða. Um létt grín var að ræða og ekkert vesen að sögn Víðis Reynissonar öryggisstjóra KSÍ. Strákarnir okkar eru nú með níu stig í H-riðli undankeppni EM 2020 eins og Frakkar og Tyrkir að loknum fjórum leikjum. Ísland mætir næst Moldóvu í september. Það er annars að frétta af Tyrkjum að þeir flugu til Istanbul klukkan 23:43 í gærkvöldi. Leik lauk á Laugardalsvelli klukkan 20:40 og því bendir flest til þess að heimferðin hafi gengið öllu betur en koma þeirra til landsins á sunnudag.
Hægt að kaupa tölvuárás fyrir um tvö þúsund krónur Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. 11. júní 2019 20:45
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda komu utanríkisráðherra á óvart Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. 11. júní 2019 22:25