Mögru árin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júní 2019 07:00 Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. Draumurinn var ráðinn á þann veg að eftir sjö ára góðæri kæmi sjö ára alvarleg niðursveifla. Skilaboð sögunnar eru þau að til að gera erfiðu árin ögn bærilegri eigi að sýna ráðdeild á uppgangstímum og leggja til hliðar fyrir mögru árin. Íslendingar voru undrafljótir að jafna sig á efnahagshruni og hafa undanfarin ár búið við mikið góðæri. Í óhóflegri bjartsýni hafa einhverjir þeirra lifað eins og góðærið myndi vara alla tíð og virðist brugðið þegar í ljós kemur að svo muni ekki verða. Samdráttur setur þá úr jafnvægi og fyrir bregður ólundarsvip við tilhugsunina um að gróðinn verði minni en áður. Þetta á sérstaklega við í ferðaþjónustunni. Þegar gróskan var þar hvað mest var veinað yfir hugmyndum um að ferðaþjónustan greiddi sitt til samfélagsins í formi skatta. Ferðaþjónustan var sögð ofurviðkvæm grein sem ætti að njóta alls kyns fríðinda. Á þessu var tekið mark og ferðaþjónustan hefur ekki verið skattlögð eins og ástæða er til. Hún hefur hvað eftir annað verið staðin að okri en rekur upp skaðræðisvein ef einhverjir gera athugasemdir við það. Græðgishugsun hefur verið í forgrunni en fyrirhyggju ekki gætt að sama skapi. Þetta á ekki einungis við í ferðaþjónustu þótt hún sé hér tekin sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra, eins og til dæmis fjárfesta og aðra peningagutta sem vilja planta sem flestum lúxusíbúðum og lúxushótelum út um allar trissur, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur, og gera sjálfkrafa ráð fyrir að anna ekki eftirspurn. Þar á bæ var gengið út frá því að góðu árin séu komin til að vera. Nú blasir samdráttur við og erfitt er að sjá fyrir sér að lúxushúsnæðið fyllist. Það mun standa á sínum stað, sem eins konar minnismerki um oflátungshátt og veruleikafirringu. Nokkuð sem íslenskur almenningur sá ótal dæmi um á árunum fyrir hrun og hélt að myndi ekki endurtaka sig í bráð. Þrátt fyrir samdrátt og niðursveiflu munu Íslendingar áfram búa við velsæld þótt hún verði ekki jafn mikil og síðustu ár. Einu einstaklingarnir sem hafa raunverulega ástæðu til að kvarta eru öryrkjar og það launafólk sem býr við lægstu launin og nær engan veginn endum saman. Lítt er hugað að þessum hópi, stundum er eins og viðhorfið sé að hann hafi kallað þetta hlutskipti yfir sig og verði að vinna sig út úr því á eigin spýtur. Það er hægara sagt en gert í þjóðfélagi þar sem fólk á leigumarkaði er fast í vítahring. Megnið af tekjunum fer í svívirðilega háa húsaleigu og ekkert er afgangs til að leggja fyrir. Þetta fólk á ekki nein sérstaklega góð ár heldur endalausa röð af mögrum árum þar sem það reynir að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í forgang, ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. Draumurinn var ráðinn á þann veg að eftir sjö ára góðæri kæmi sjö ára alvarleg niðursveifla. Skilaboð sögunnar eru þau að til að gera erfiðu árin ögn bærilegri eigi að sýna ráðdeild á uppgangstímum og leggja til hliðar fyrir mögru árin. Íslendingar voru undrafljótir að jafna sig á efnahagshruni og hafa undanfarin ár búið við mikið góðæri. Í óhóflegri bjartsýni hafa einhverjir þeirra lifað eins og góðærið myndi vara alla tíð og virðist brugðið þegar í ljós kemur að svo muni ekki verða. Samdráttur setur þá úr jafnvægi og fyrir bregður ólundarsvip við tilhugsunina um að gróðinn verði minni en áður. Þetta á sérstaklega við í ferðaþjónustunni. Þegar gróskan var þar hvað mest var veinað yfir hugmyndum um að ferðaþjónustan greiddi sitt til samfélagsins í formi skatta. Ferðaþjónustan var sögð ofurviðkvæm grein sem ætti að njóta alls kyns fríðinda. Á þessu var tekið mark og ferðaþjónustan hefur ekki verið skattlögð eins og ástæða er til. Hún hefur hvað eftir annað verið staðin að okri en rekur upp skaðræðisvein ef einhverjir gera athugasemdir við það. Græðgishugsun hefur verið í forgrunni en fyrirhyggju ekki gætt að sama skapi. Þetta á ekki einungis við í ferðaþjónustu þótt hún sé hér tekin sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra, eins og til dæmis fjárfesta og aðra peningagutta sem vilja planta sem flestum lúxusíbúðum og lúxushótelum út um allar trissur, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur, og gera sjálfkrafa ráð fyrir að anna ekki eftirspurn. Þar á bæ var gengið út frá því að góðu árin séu komin til að vera. Nú blasir samdráttur við og erfitt er að sjá fyrir sér að lúxushúsnæðið fyllist. Það mun standa á sínum stað, sem eins konar minnismerki um oflátungshátt og veruleikafirringu. Nokkuð sem íslenskur almenningur sá ótal dæmi um á árunum fyrir hrun og hélt að myndi ekki endurtaka sig í bráð. Þrátt fyrir samdrátt og niðursveiflu munu Íslendingar áfram búa við velsæld þótt hún verði ekki jafn mikil og síðustu ár. Einu einstaklingarnir sem hafa raunverulega ástæðu til að kvarta eru öryrkjar og það launafólk sem býr við lægstu launin og nær engan veginn endum saman. Lítt er hugað að þessum hópi, stundum er eins og viðhorfið sé að hann hafi kallað þetta hlutskipti yfir sig og verði að vinna sig út úr því á eigin spýtur. Það er hægara sagt en gert í þjóðfélagi þar sem fólk á leigumarkaði er fast í vítahring. Megnið af tekjunum fer í svívirðilega háa húsaleigu og ekkert er afgangs til að leggja fyrir. Þetta fólk á ekki nein sérstaklega góð ár heldur endalausa röð af mögrum árum þar sem það reynir að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í forgang, ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun