Jens kynntist því í fyrsta sinn í dag að vera eini karlmaðurinn á NATO-fundi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2019 22:12 Jens Stoltenberg og Katrín Jakobsdóttir segja frá fundinum á efri hæð Ráðherrabústaðarins þar sem Jens var eini karlmaðurinn. Stöð 2/Einar Árnason. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00