Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:36 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira
Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira