Myrkraverk á Svörtuloftum Örn Karlsson skrifar 11. júní 2019 08:00 Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Árið 1997 var gerð merkileg uppgötvun í hagfræðinni. Uppgötvunin var mikilsverð fyrir Íslendinga sérstaklega af því að við notum verðtryggða krónu á grundvelli vísitölu neysluverðs og ekki síður af því að við breytum stýrivöxtum eftir sömu vísitölu. En fréttir í hagfræðiheiminum eru lengi að berast og enn hafa hagfræðingar háskólanna, stjórnvalda, seðlabanka og greiningardeilda banka ekki frétt af þessari uppgötvun nú rúmlega 20 árum síðar. Uppgötvunin snarbreytti viðmiðunum Seðlabanka Bandaríkjanna við ákvörðun stýrivaxta og uppfinningamaðurinn var gerður að æðsta manni bankans. Hvernig gat þessi stórmerka uppgötvun sem umbreytti nálgun Bandaríkjamanna að peningastjórn farið gersamlega framhjá íslenskum fræðimönnum? Og hvernig stendur á því að hún hefur ekki enn skolast að landi nú 20 árum síðar? Í stuttu máli þá skýrðu Ben Bernanke og fleiri frá því árið 1997, eftir ítarlegar rannsóknir, að olíukreppurnar skelfilegu á síðustu öld hefðu ekki stafað af olíuverðshækkunum eins og flestir gengu út frá fram að því, heldur hefðu kreppurnar verið tilbúnar af Seðlabanka Bandaríkjanna með því að stýrivextir voru hækkaðir sem svar við ört hækkandi vísitölu neysluverðs. Kreppurnar voru því mannanna verk, stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna. En seðlabankinn bandaríski brást skjótt við. Hann fékk Ben Bernanke til liðs við sig til að glíma við fjármálakreppuna síðla árs 2000 og sama ár hætti bankinn að miða við vísitölu neysluverðs við vaxtaákvarðanir og tók upp nýtt viðmið sem grundvallaðist á mælingum á undirliggjandi verðbólgu (e. core inflation). Ben Bernanke fékk síðar mun stærra hlutverk í bankanum eins og flestum er kunnugt. Til að átta sig á því hvað hér er að gerast er nauðsynlegt að kafa dýpra í klassíska hagfræði. Til hjálpar er gott að nota hugtök Carls Mengers um innra og ytra virði peninga. Innra virðið stendur fyrir verðgildi gjaldmiðilsins á vinnusvæði sínu en ytra virðið ræðst af því hvað hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn á gefnum tímapunkti. Ætla mætti við fyrstu sýn að þetta sé sami hluturinn en þegar betur er að gáð er alls ekki svo og þar liggur hundurinn grafinn. Olíukreppurnar riðu yfir af því að menn gerðu ekki greinarmun á. Seðlabanki Íslands gerir enn þann dag í dag ekki greinarmun á og framleiðir því ‚olíukreppur‘ eins og enginn sé morgundagurinn. Við erum einmitt í einni slíkri núna. Gliðnun verður milli breytinga á innra og ytra virðinu þegar atvik óháð peningum leiða til raunbreytinga á verði einstakra vara og vöruflokka. Breytist þá ytra virðið meðan innra virðið stendur í stað. Tökum dæmi: Segjum að húsnæðisverð hækki snögglega vegna atvika óháðra peningum, t.d. skyndilegs áhuga ferðamanna á landinu. Ytra virði krónunnar hefur þá lækkað en innra virðið stendur í stað. Vísitala neysluverðs mælir ytra virðið sennilega þokkalega. Af því að verðtryggðir lánasamningar eru bundnir vísitölu neysluverðs hækka þeir þegar ytra virðið lækkar. Ef innra virðið lækkar ekki til samræmis eins og í þessu dæmi hafa verðtryggðir lánasamningar hækkað að raungildi. Lánastofnanir halda nú á hærri kröfum að raungildi og peningamagn í umferð hefur hækkað að sama skapi að raungildi. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti við þessar aðstæður hefur hann í raun hækkað raunvaxtastigið sem þrýstir þá genginu upp. Peningamagn í umferð fær þá meiri kaupmátt. Þetta jafngildir peningaprentun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Atvinnufyrirtæki líða fyrir hærra raunvaxtastig og þar kemur að ferlið leiðir til ósjálfbærs hagkerfis vegna afleiddra þrenginga í rekstri atvinnufyrirtækja og falsks kaupmáttar krónunnar. Þetta upplifum við nú. Núverandi seðlabankastjóri var eflaust í góðri trú fyrir rúmum 2 árum þegar hann hélt að hann væri búinn að kveða verðbólgudrauginn niður. Sömuleiðis var hann eflaust í góðri trú þegar hann varði sína háu vexti með því að benda á að þeir væru alls ekkert háir í sögulegu samhengi. Sögulegt samhengi er hins vegar sísti mælikvarði á rétta vexti og síðla árs 2016 lá ljóst fyrir að verðbólgan kraumaði undir ofreistu genginu. Stöðugleikinn sem við öll vonumst eftir kemur aldrei með núverandi peningastefnu. Við verðum að færa vextina til hlutleysis gagnvart stóra hagkerfinu við hliðina á okkur, innan vikmarka, þannig að gengið ráðist af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega sérstaklega. Peningamálum þarf að stýra um peningamagnið og hafa hömlur á spákaupmennsku. Svisslendingar hafa keyrt á þessu módeli með góðum árangri. Að lokum er ítrekað að verðtrygging í núverandi mynd veldur fjármálalegum óstöðugleika og brýtur auk þess í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að raunverulegum eignum er mokað til og frá í hagkerfinu samhengis- og samningslaust, í þeirri villutrú, að breytingar á innra og ytra virði peninga gangi alltaf í takti. Fyllast því seint götóttir askar láglaunastétta brunnir í gegn af súru meðali verðtryggingarinnar.Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar