Síðasti bardagi Kolbeins fyrir bardaga kvöldsins var í maí á síðasta ári en Kolbeinn, sem er okkar eini karlkyns atvinnumaður í boxi, lét það ekki aftra sér.
Var ì þessu ađ vinna minn 11 atvinnubardaga međ TKO í annari lotu.
Annars allt gott ađ frétta.
— Kolbeinn Kristinsson (@IceBearBoxing) June 29, 2019
Þetta var ellefti sigur Kolbeins í ellefu tilraunum og er því hann áfram taplaus en Kolbeinn vann með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.
Bardaginn fór fram í Ungverjalandi, á heimavelli Gyorgy, en Kolbeinn kom, sá og sigraði. Hann er því 11-0 í bardögum.