Elton John reiður Pútín eftir harðorð ummæli í garð innflytjenda og samkynhneigðra Sylvía Hall skrifar 28. júní 2019 23:27 Stórsöngvarinn var mjög ósáttur við ummæli Rússlandsforseta. Vísir/Getty Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri. Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri.
Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49
Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53