Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 2020 gegn heimsmeisturum Dana en riðill Ísland fer fram í Malmö.
Ísland hefur mótið þann 11. janúar en fyrsti leikurinn á mótinu er gegn Dönum sem urðu heimsmeistarar á heimavelli í janúar.
Tveimur dögum síðar spilar liðið svo við Rússland en síðasti leikur riðilsins verður svo spilaður gegn Ungverjalandi þann 15. janúar.
Efstu tvö lið riðilsins fara áfram í milliriðil.
Ísland byrjar gegn Dönum og endar á Ungverjalandi

Tengdar fréttir

Ísland í riðli með heimsmeisturunum, Ungverjum og Rússum: Spilað í Malmö
Dregið var í riðla á EM 2020 í handbolta í dag.

Strákarnir okkar fá að vita um verðandi andstæðinga á EM í dag
Í dag þegar dregið verður í Vín, höfuðborg Austurríkis, kemur í ljós í hvaða riðli Strákarnir okkar, íslenska karlalandsliðið í handbolta, verða á Evrópumótinu 2020. Mótið hefst þann 9. janúar næstkomandi og fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Er þetta ellefta lokakeppni Evrópumótsins í röð þar sem Ísland er meðal þátttakenda.