Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 17:09 Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Vísir/ap Rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll beint til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir hluta Evrópu en spænsk yfirvöld hafa greint frá því að 17 ára karlmaður og áttræður maður hafi látið lífið á Spáni vegna hitans. Þá hafa nokkrir verið lagðir inn á spítala. Efsta varúðarstig er í gildi í sjö héruðum á Spáni vegna hitans og hefur fólk verið beðið um að hafa varann á. Spænska dagblaðið El País greinir frá því að 17 ára verkamaður hafi í dag látist á sjúkrahúsi í borginni Córdoba sem er í suðausturhluta Andalúsíu-héraðs á Spáni eftir að hann var lagður inn með alvarlegan sólsting og krampa. Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Í gær lést þá áttræður maður skömmu eftir að hafa fengið alvarlegan sólsting en hann örmagnaðist og hneig niður á gatnamótum í Valladolid í norðausturhluta Castilla y León héraðs. Skógareldar geisa nú í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu en í gær voru minnst 5.55 hektarar alelda í gær. Slökkviliðsmenn keppast við að ná tökum á skógareldunum sem sagðir eru vera þeir verstu í tuttugu ár.Á Vísindavefnum kemur fram að þegar hitastig er hátt og raki mikill nái svitinn ekki eins auðveldlega að gufa upp af húðinni en ella. Þá geti líkamshitinn hækkað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því geti verið hættulegt að reyna mikið á sig líkamlega í mjög heitu og röku loftslagi. Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Sjá meira
Rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll beint til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir hluta Evrópu en spænsk yfirvöld hafa greint frá því að 17 ára karlmaður og áttræður maður hafi látið lífið á Spáni vegna hitans. Þá hafa nokkrir verið lagðir inn á spítala. Efsta varúðarstig er í gildi í sjö héruðum á Spáni vegna hitans og hefur fólk verið beðið um að hafa varann á. Spænska dagblaðið El País greinir frá því að 17 ára verkamaður hafi í dag látist á sjúkrahúsi í borginni Córdoba sem er í suðausturhluta Andalúsíu-héraðs á Spáni eftir að hann var lagður inn með alvarlegan sólsting og krampa. Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag. Í gær lést þá áttræður maður skömmu eftir að hafa fengið alvarlegan sólsting en hann örmagnaðist og hneig niður á gatnamótum í Valladolid í norðausturhluta Castilla y León héraðs. Skógareldar geisa nú í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu en í gær voru minnst 5.55 hektarar alelda í gær. Slökkviliðsmenn keppast við að ná tökum á skógareldunum sem sagðir eru vera þeir verstu í tuttugu ár.Á Vísindavefnum kemur fram að þegar hitastig er hátt og raki mikill nái svitinn ekki eins auðveldlega að gufa upp af húðinni en ella. Þá geti líkamshitinn hækkað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því geti verið hættulegt að reyna mikið á sig líkamlega í mjög heitu og röku loftslagi.
Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Sjá meira
Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00
Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. 28. júní 2019 13:46
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24