Að gera góða laug ánægjulegri fyrir gesti Jón Gunnar Schram skrifar 28. júní 2019 12:33 Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun