Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 21:01 Nói Hrafn lést fimm dögum eftir fæðingu af völdum heilaskaða. Vísir/Vilhelm Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. Fimm starfsmenn Landspítalans eru með stöðu sakbornings en fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.Snemma árs 2015 eignuðust hjónin soninn Nóa Hrafn. Fimm dögum eftir fæðinguna lést hann af völdum heilaskaða sem hann varð fyrir í fæðingu og er rakinn til mistaka starfsfólks Landspítalans. Karl og Sigríður Eyrún höfðu áður sagt sögu sína í Kastljósi árið 2016 þar sem þau lýstu því hversu illa fæðingin gekk.Sjá einnig: „Af hverju kemur ekki einhver?“„Þau eru að láta mig fara í allskonar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtalinu við Kastljós.Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósi árið 2016.SkjáskotHefði þurft að bregðast fyrr við Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, sagði málið vera alvarlegasta tilvik sinnar tegundar á spítalanum. Hún sagði öllum bera saman um það að það hefði þurft að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós. Hálfu ári eftir fæðingu Nóa Hrafns lögðu hjónin fram kvörtun til Landlæknis og var kvörtunin í þrettán liðum. Tók hún meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og þeirrar staðreyndar að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Þá kærðu þau málið til lögreglu haustið 2016.Landlæknir sagði á sínum tíma að vanræksla og mistök höfðu átt sér stað í málinu og var framkoma starfsfólk gagnrýnd. Í svari spítalans var gengist við mistökunum og meðal annars sagt að kallað hafi verið of seint á lækni sem vanmat aðstæður við komuna.Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelmÞriggja ára bið eftir svörum Karl og Sigríður Eyrún leituðu til Láru V. Júlíusdóttur lögmanns um haustið 2016. Var þá send bótakrafa til ríkislögmanns og málið kært til lögreglu en ákveðið var að fresta málinu þar til niðurstaða rannsóknar lögreglu lægi fyrir. Síðan hafa liðið þrjú ár en hjónin hafa bæði gefið skýrslu hjá lögreglu. Fimm starfsmenn spítalans hafa stöðu sakbornings í málinu og segir lögmaður hjónanna ekkert því til fyrirstöðu að skaðabótakröfunni á hendur ríkinu sé haldið áfram þó svo að niðurstaða lögreglurannsóknar liggi ekki fyrir. „Það er engin ákæra komin og örlar ekkert á henni vegna þess að málið er einhvers staðar í skoðun á einhverju skrifborði, hugsanlega erlendis og við þurfum ekkert að bíða eftir niðurstöðu í þessari lögreglurannsókn til þess að halda skaðabótakröfunni áfram á hendur ríkinu.“ Búið er að tilkynna ríkislögmanni að óskað sé eftir afstöðu hans sem fyrst. Lögfræðingur hjónanna segist vona að málið þurfi ekki að fara fyrir dóm en ef svo fer muni því verða stefnt inn til dóms í haust eftir réttarhlé í septembermánuði. Landspítalinn Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. 2. september 2016 22:53 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. Fimm starfsmenn Landspítalans eru með stöðu sakbornings en fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.Snemma árs 2015 eignuðust hjónin soninn Nóa Hrafn. Fimm dögum eftir fæðinguna lést hann af völdum heilaskaða sem hann varð fyrir í fæðingu og er rakinn til mistaka starfsfólks Landspítalans. Karl og Sigríður Eyrún höfðu áður sagt sögu sína í Kastljósi árið 2016 þar sem þau lýstu því hversu illa fæðingin gekk.Sjá einnig: „Af hverju kemur ekki einhver?“„Þau eru að láta mig fara í allskonar stellingar til að rembast. Ég skildi þetta ekki. Ég fann ekki rembingstilfinningu af því að ég var mænudeyfð. Ég skildi ekki af hverju ég var að rembast, bara að láta hann lemja hausnum í vegg, bókstaflega. Ég byrjaði að biðja um keisara, hvort sem það hefði verið keisari eða hvað: Ég var bara að biðja um hjálp,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtalinu við Kastljós.Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósi árið 2016.SkjáskotHefði þurft að bregðast fyrr við Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, sagði málið vera alvarlegasta tilvik sinnar tegundar á spítalanum. Hún sagði öllum bera saman um það að það hefði þurft að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós. Hálfu ári eftir fæðingu Nóa Hrafns lögðu hjónin fram kvörtun til Landlæknis og var kvörtunin í þrettán liðum. Tók hún meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og þeirrar staðreyndar að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Þá kærðu þau málið til lögreglu haustið 2016.Landlæknir sagði á sínum tíma að vanræksla og mistök höfðu átt sér stað í málinu og var framkoma starfsfólk gagnrýnd. Í svari spítalans var gengist við mistökunum og meðal annars sagt að kallað hafi verið of seint á lækni sem vanmat aðstæður við komuna.Ljósmóðirin sem kom á vaktina taldi í fyrstu ekki ástæðu til að kalla til lækni. Hún áttaði sig þó á því að þörf var á lækni skömmu síðar.vísir/vilhelmÞriggja ára bið eftir svörum Karl og Sigríður Eyrún leituðu til Láru V. Júlíusdóttur lögmanns um haustið 2016. Var þá send bótakrafa til ríkislögmanns og málið kært til lögreglu en ákveðið var að fresta málinu þar til niðurstaða rannsóknar lögreglu lægi fyrir. Síðan hafa liðið þrjú ár en hjónin hafa bæði gefið skýrslu hjá lögreglu. Fimm starfsmenn spítalans hafa stöðu sakbornings í málinu og segir lögmaður hjónanna ekkert því til fyrirstöðu að skaðabótakröfunni á hendur ríkinu sé haldið áfram þó svo að niðurstaða lögreglurannsóknar liggi ekki fyrir. „Það er engin ákæra komin og örlar ekkert á henni vegna þess að málið er einhvers staðar í skoðun á einhverju skrifborði, hugsanlega erlendis og við þurfum ekkert að bíða eftir niðurstöðu í þessari lögreglurannsókn til þess að halda skaðabótakröfunni áfram á hendur ríkinu.“ Búið er að tilkynna ríkislögmanni að óskað sé eftir afstöðu hans sem fyrst. Lögfræðingur hjónanna segist vona að málið þurfi ekki að fara fyrir dóm en ef svo fer muni því verða stefnt inn til dóms í haust eftir réttarhlé í septembermánuði.
Landspítalinn Tengdar fréttir Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23 „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. 2. september 2016 22:53 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kæra andlát Nóa Hrafns til lögreglu Farið verður fram á skaða- og miskabætur upp á tugi milljóna króna. 1. september 2016 11:23
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
Páll Matthíasson: „Landspítalinn brást þessari fjölskyldu“ Forstjóri Landspítalans segir Landspítalann harma fráfall Nóa Hrafns og taka ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til andláts hans. 2. september 2016 22:53