Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2019 17:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Mynd/Stjórnarráðið „Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45
Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15