Af hverju erum við ekki í uppnámi út af PISA? Stefán Jökulsson skrifar 27. júní 2019 13:21 „Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun