Ekki í kortunum að bæta aðstæður vegna slökkvibíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júní 2019 13:56 Ekki er í kortunum að bæta veginn inn Skorradal. Vegurinn er ekki á viðhaldsáætlun Vegagerðarinnar í ár. Vísir/Jóhann K Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort vegaframkvæmdum eða fé til vegaframkvæmda verði breytt á Vesturlandi í kjölfar gagnrýni lögreglustjórans á Vesturlandi á veginn inn í Skorradal. Lögreglustjóri sagði veginn þröngan og hefði líklega ekki burði til þess að þola umferð slökkviliðsbíla. Þá sagði hann að erfitt gæti reynst fyrir slökkvilið að komast að Skorradalsvatni, ef þörf væri að vatni, sökum þess að slökkvibílar kæmust ekki að Skorradalsvatni ef upp kæmu gróðureldar. Tvær vikur eru síðan almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, í samráði við Lögreglustjórann á Vesturlandi, lýsti yfir óvissustigi á svæðinu vegna hættu á gróðureldum, sérstaklega í Skorradal, vegna langvarnandi þurrka. Óvissustig er enn í gildi þrátt fyrir litla vætu á köflum síðustu daga.Litlar sem engar aðstæður eru á veginum inn Skorradal fyrir slökkvliðsbíla til þess að athafna sig. Vegurinn er þröngur og erfiður á köflum.Vísir/Jóhann KHöfum verið að vinna í veginum en „betur má ef duga skal“ Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi, segir stofnunina að sjálfsögðu taka öllum ábendingum og gagnrýni alvarlega og ljóst að þetta mál sé nauðsynlegt að skoða sem fyrst. Pálmi segir að Vegagerðin hafi unnið að Skorradalsvegi, og að í fyrra hafi kafli á milli Dagverðarness og Fitja verið styrktur, en bætir við að betur megi ef duga skal. Hann bætir því við að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi snemma í vor klippt og fjarlægt gróður úr vegkantinum sem hann segir að myndi hjálpa til ef alvarlegt ástand myndi skapast á svæðinu. Til dæmis ef fólk í dalnum þyrfti að rýma svæðið vegna gróðurelda.Sjá einnig:Söguðu og brutu niður tré í Skorradal í leyfisleysiÓvissustig almannavarna er enn í gildi í Skorradal vegna langvarandi þurrka.Vísir/Jóhann KEkki í kortunum að bæta aðstæður vegna slökkvibíla Pálmi segir það vel athugandi að Vegagerðin, í samráði við Skorradalshrepp, útbúi athafnasvæði, eða snúningsvæði fyrir slökkvilið og slökkvibíla á svæðinu. Það sé ekki í kortunum eins og staðan sé núna. Nokkru fé verður veitt í vegaframkvæmdir á svæðinu á næstu misserum. Fljótlega hefjast framkvæmdir við breikkun og lagningu bundins slitlags á 3,7 kílómetra kafla milli Vatnsendahlíðar og Dagverðarness, þar sem erfiður kafli um Hvammsklif verður meðal annars lagaður. Kostnaður við þær framkvæmdir er áætlaður um 270 milljónir. Þá verður einnig unnið í styrkingum og mölburði víðar á svæðinu, en Skorradalsvegur er sérstaklega ekki á viðhaldsáætlun í ár.Viðbragðsáætlanir hafa verið gerðar á undanförnum árum vegna gróðurelda í sumarhúsabyggðum eins og í Skorradal.Vísir/BjarniHægt að breyta áætlunum í vegagerð á svæðinu sé tryggt fjármagn Pálmi segir að allar framkvæmdir Vegagerðarinnar séu háðar fjárveitingum hverju sinni en að ekki séu frekari fjármunir í framkvæmdir á Skorradalsvegi að svo stöddu. Hann segir hins vegar ljóst að hægt væri að fara í einhverjar aðgerðir sem ekki væri skipulagsskyldar ef fjármagn væri tryggt. Pálmi segir jafnframt að umræðan um hættuna í Skorradal gefi tilefni til að endurskoða framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar.Eins og sjá má getur reynst erfitt fyrir slökkviliðsmenn að vinna með stóra slökkviliðsbíla í Skorradal.Mynd/Ágúst ÁgústssonHálfur milljarður í vegaframkvæmdir en engin snýr að hættunni í Skorradal Aðrar framkvæmdir sem eru í kortunum á svæðinu eru á Grímarsstaðarvegi (5317), það er frá Hvanneyri að Hvítárbrú. Þar á að bæta 5,8 kílómetra kafla og er áætlaður kostnaður um 175 milljónir. Það verk hefur þegar verið boðið út. Þá er einnig í kortunum að leggja bundið slitlag á Mófellsstaðaveg (507), það er frá Borgarfjarðarbraut að Hreppslaug. Kaflinn er 1,7 kílómetrar og er kostnaður áætlaður um 40 milljónir. Pálmi segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um útboð á þeim vegi og að það verði líklega ekki á þessu ári. Almannavarnir Samgöngur Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna 13. júní 2019 18:30 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Gæti séð fyrir endann á þurrkatíð á Vesturlandi Veðurfræðingur segir möguleika á verulegri úrkomu vestan lands eftir helgi. 21. júní 2019 14:34 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort vegaframkvæmdum eða fé til vegaframkvæmda verði breytt á Vesturlandi í kjölfar gagnrýni lögreglustjórans á Vesturlandi á veginn inn í Skorradal. Lögreglustjóri sagði veginn þröngan og hefði líklega ekki burði til þess að þola umferð slökkviliðsbíla. Þá sagði hann að erfitt gæti reynst fyrir slökkvilið að komast að Skorradalsvatni, ef þörf væri að vatni, sökum þess að slökkvibílar kæmust ekki að Skorradalsvatni ef upp kæmu gróðureldar. Tvær vikur eru síðan almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, í samráði við Lögreglustjórann á Vesturlandi, lýsti yfir óvissustigi á svæðinu vegna hættu á gróðureldum, sérstaklega í Skorradal, vegna langvarnandi þurrka. Óvissustig er enn í gildi þrátt fyrir litla vætu á köflum síðustu daga.Litlar sem engar aðstæður eru á veginum inn Skorradal fyrir slökkvliðsbíla til þess að athafna sig. Vegurinn er þröngur og erfiður á köflum.Vísir/Jóhann KHöfum verið að vinna í veginum en „betur má ef duga skal“ Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi, segir stofnunina að sjálfsögðu taka öllum ábendingum og gagnrýni alvarlega og ljóst að þetta mál sé nauðsynlegt að skoða sem fyrst. Pálmi segir að Vegagerðin hafi unnið að Skorradalsvegi, og að í fyrra hafi kafli á milli Dagverðarness og Fitja verið styrktur, en bætir við að betur megi ef duga skal. Hann bætir því við að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi snemma í vor klippt og fjarlægt gróður úr vegkantinum sem hann segir að myndi hjálpa til ef alvarlegt ástand myndi skapast á svæðinu. Til dæmis ef fólk í dalnum þyrfti að rýma svæðið vegna gróðurelda.Sjá einnig:Söguðu og brutu niður tré í Skorradal í leyfisleysiÓvissustig almannavarna er enn í gildi í Skorradal vegna langvarandi þurrka.Vísir/Jóhann KEkki í kortunum að bæta aðstæður vegna slökkvibíla Pálmi segir það vel athugandi að Vegagerðin, í samráði við Skorradalshrepp, útbúi athafnasvæði, eða snúningsvæði fyrir slökkvilið og slökkvibíla á svæðinu. Það sé ekki í kortunum eins og staðan sé núna. Nokkru fé verður veitt í vegaframkvæmdir á svæðinu á næstu misserum. Fljótlega hefjast framkvæmdir við breikkun og lagningu bundins slitlags á 3,7 kílómetra kafla milli Vatnsendahlíðar og Dagverðarness, þar sem erfiður kafli um Hvammsklif verður meðal annars lagaður. Kostnaður við þær framkvæmdir er áætlaður um 270 milljónir. Þá verður einnig unnið í styrkingum og mölburði víðar á svæðinu, en Skorradalsvegur er sérstaklega ekki á viðhaldsáætlun í ár.Viðbragðsáætlanir hafa verið gerðar á undanförnum árum vegna gróðurelda í sumarhúsabyggðum eins og í Skorradal.Vísir/BjarniHægt að breyta áætlunum í vegagerð á svæðinu sé tryggt fjármagn Pálmi segir að allar framkvæmdir Vegagerðarinnar séu háðar fjárveitingum hverju sinni en að ekki séu frekari fjármunir í framkvæmdir á Skorradalsvegi að svo stöddu. Hann segir hins vegar ljóst að hægt væri að fara í einhverjar aðgerðir sem ekki væri skipulagsskyldar ef fjármagn væri tryggt. Pálmi segir jafnframt að umræðan um hættuna í Skorradal gefi tilefni til að endurskoða framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar.Eins og sjá má getur reynst erfitt fyrir slökkviliðsmenn að vinna með stóra slökkviliðsbíla í Skorradal.Mynd/Ágúst ÁgústssonHálfur milljarður í vegaframkvæmdir en engin snýr að hættunni í Skorradal Aðrar framkvæmdir sem eru í kortunum á svæðinu eru á Grímarsstaðarvegi (5317), það er frá Hvanneyri að Hvítárbrú. Þar á að bæta 5,8 kílómetra kafla og er áætlaður kostnaður um 175 milljónir. Það verk hefur þegar verið boðið út. Þá er einnig í kortunum að leggja bundið slitlag á Mófellsstaðaveg (507), það er frá Borgarfjarðarbraut að Hreppslaug. Kaflinn er 1,7 kílómetrar og er kostnaður áætlaður um 40 milljónir. Pálmi segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um útboð á þeim vegi og að það verði líklega ekki á þessu ári.
Almannavarnir Samgöngur Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna 13. júní 2019 18:30 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Gæti séð fyrir endann á þurrkatíð á Vesturlandi Veðurfræðingur segir möguleika á verulegri úrkomu vestan lands eftir helgi. 21. júní 2019 14:34 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna 13. júní 2019 18:30
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Gæti séð fyrir endann á þurrkatíð á Vesturlandi Veðurfræðingur segir möguleika á verulegri úrkomu vestan lands eftir helgi. 21. júní 2019 14:34
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53
Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39
Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30