Farsæl þroskasaga í fjórum þáttum Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. júní 2019 10:00 Tom Hanks og Viddi hafa fylgst að í 24 ár og gætu haldið áfram á meðan annar dregur andann og hinn hangir saman á saumunum. NordicPhotos/Getty Pixar, sem síðar rann saman við Disney-stórveldið, sló hressilega og verðskuldað í gegn með Leikfangasögu, eða Toy Story, 1995. Myndin markaði tímamót og setti ný viðmið í gerð tölvuteiknimynda. Áhrifamáttinn og slagkraftinn sótti hún þó fyrst og fremst í fallega og fyndna sögu af leikföngum sem lifna við þegar enginn sér. Litríkar persónurnar átti einnig greiða leið að hjörtum áhorfenda, barna og margra fullorðinna, enda margar vel þekkt leikföng sem höfðu sett mark sitt á bernskuár barna í áratugi. Þar má til dæmis nefna stóreygða Fisher-Price-símann á bláu hjólunum. Gersamlega óbrjótandi og ódrepandi leikfang sem gæti hæglega trommað upp sem sprækasti öldungurinn á Árbæjarsafni og hinn endalaust skemmtilega Herra Kartöfluhaus. Toy Story og framhaldsmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hverfðust hins vegar fyrst og fremst um nýliðana Vidda og Bósa en þar sem lífinu er tamt að herma eftir listinni eru þeir fyrir löngu orðnir að eftirsóttum leikföngum sem hafa öðlast álíka dýrðarljóma og síminn og kartaflan með hin mörgu andlit.Toy Story 3 leit út fyrir að marka endalok Leikfangasögunnar með miklu fjöri og dásamlegum tilfinningarússíbana. En lengi er von á þessu liði.Toy Story-bálkurinn telur nú fjórar myndir en sú nýjasta er komin í kvikmyndahús, níu árum eftir að þriðja myndin lokaði sögunni, að því er flestir héldu, með miklum glæsibrag. Ekki verður af Pixar tekið að á þeim bænum er vandað svo til verka þegar Toy Story er annars vegar að þessum fjórum myndum hefur verið mjatlað út á 24 árum. Þannig að sex ára börn sem sáu fyrstu myndina í bíó eru nú um þrítugt og taka sjálfsagt núna mörg sín eigin börn með sér til fundar við Bósa, Vidda, gamla og nýja félaga. Þessi langa Leikfangasaga hvers og eins hefur þannig öðlast fallegan ævintýraljóma í anda myndanna en Andy, eigandi æskuandsetnu leikfanganna, óx einmitt upp úr þeim í þriðju myndinni og leiðir skildust þegar hann flutti að heiman. Framhaldslífið fékk dótakassinn eins og hann lagði sig þegar innihaldið slapp naumlega frá vítisvist í leikskóla, sem bitur og hefnigjarn tuskubangsi stjórnaði, í fang stelpunnar Bonnie sem tekur hressilega hringferð með leikfangahersingunni í fjórða kafla sem er jafn líklegur og sá þriðji til þess að marka endalok sögunnar þar sem ánægjan með nýju myndina er slík að enn getur allt gerst. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Pixar, sem síðar rann saman við Disney-stórveldið, sló hressilega og verðskuldað í gegn með Leikfangasögu, eða Toy Story, 1995. Myndin markaði tímamót og setti ný viðmið í gerð tölvuteiknimynda. Áhrifamáttinn og slagkraftinn sótti hún þó fyrst og fremst í fallega og fyndna sögu af leikföngum sem lifna við þegar enginn sér. Litríkar persónurnar átti einnig greiða leið að hjörtum áhorfenda, barna og margra fullorðinna, enda margar vel þekkt leikföng sem höfðu sett mark sitt á bernskuár barna í áratugi. Þar má til dæmis nefna stóreygða Fisher-Price-símann á bláu hjólunum. Gersamlega óbrjótandi og ódrepandi leikfang sem gæti hæglega trommað upp sem sprækasti öldungurinn á Árbæjarsafni og hinn endalaust skemmtilega Herra Kartöfluhaus. Toy Story og framhaldsmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hverfðust hins vegar fyrst og fremst um nýliðana Vidda og Bósa en þar sem lífinu er tamt að herma eftir listinni eru þeir fyrir löngu orðnir að eftirsóttum leikföngum sem hafa öðlast álíka dýrðarljóma og síminn og kartaflan með hin mörgu andlit.Toy Story 3 leit út fyrir að marka endalok Leikfangasögunnar með miklu fjöri og dásamlegum tilfinningarússíbana. En lengi er von á þessu liði.Toy Story-bálkurinn telur nú fjórar myndir en sú nýjasta er komin í kvikmyndahús, níu árum eftir að þriðja myndin lokaði sögunni, að því er flestir héldu, með miklum glæsibrag. Ekki verður af Pixar tekið að á þeim bænum er vandað svo til verka þegar Toy Story er annars vegar að þessum fjórum myndum hefur verið mjatlað út á 24 árum. Þannig að sex ára börn sem sáu fyrstu myndina í bíó eru nú um þrítugt og taka sjálfsagt núna mörg sín eigin börn með sér til fundar við Bósa, Vidda, gamla og nýja félaga. Þessi langa Leikfangasaga hvers og eins hefur þannig öðlast fallegan ævintýraljóma í anda myndanna en Andy, eigandi æskuandsetnu leikfanganna, óx einmitt upp úr þeim í þriðju myndinni og leiðir skildust þegar hann flutti að heiman. Framhaldslífið fékk dótakassinn eins og hann lagði sig þegar innihaldið slapp naumlega frá vítisvist í leikskóla, sem bitur og hefnigjarn tuskubangsi stjórnaði, í fang stelpunnar Bonnie sem tekur hressilega hringferð með leikfangahersingunni í fjórða kafla sem er jafn líklegur og sá þriðji til þess að marka endalok sögunnar þar sem ánægjan með nýju myndina er slík að enn getur allt gerst.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira