Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 11:06 Andlit Smolletts er útmáð í myndbandinu sem lögregla birti en hann sést hér með hina meintu snöru utan um hálsinn þegar hann tekur á móti lögreglumönnum í íbúð sinni. Skjáskot/Lögreglan í Chicago Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. Smollett sést þar taka á móti lögreglumönnum með snöru um hálsinn, sem hann segir að árásarmennirnir hafi vafið um háls sér. Smollett er sakaður um að hafa sviðsett árásina sjálfur. Fjöldi óvæntra vendinga hefur orðið á málinu síðan Smollett, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Empire, steig fram í janúar og sagði árásarmenn hafa kýlt sig í andlitið, hellt yfir sig „óþekktu efni“ og vafið snöru um háls sér. Smollett sagði árásina hafa verið framda á grundvelli fordóma í garð svartra og samkynhneigðra en hann tilheyrir báðum hópum. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Smollett var síðar ákærður og handtekinn fyrir að ljúga til um árásina, sem hann var sakaður um að hafa sviðsett vegna óánægju með laun fyrir störf sín við Empire-þættina. Að endingu var fallið frá öllum ákærum á hendur Smollett en hann greiddi sekt og sinnti samfélagsþjónustu í staðinn. Smollett var samt sem áður rekinn úr leikaraliði þáttanna og klipptur út úr lokaþáttum nýjustu þáttaraðarinnar. Jussie Smollett var sakaður um að hafa fengið bræðurna Abel og Ola Osundairo til að sviðsetja árásina með sér.AP/Ashlee Rezin Í myndbandi sem lögregla birti svo í gær sjást tveir lögreglumenn svara útkalli að íbúð Smollett í Chicago á níunda tímanum janúarmorguninn eftir árásina, eða um sjö klukkustundum eftir að Smollett segir að ráðist hafi verið á sig. Þar hitta lögreglumennirnir fyrir Smollett og Frank Gatson, sem kynnir sig sem „listrænan stjórnanda“ Smolletts. Gatson segir Smollett stórstjörnu sem vilji líklega ekki gera veður úr málinu en bætir við að hann sé í uppnámi þar sem árásarmennirnir hafi sett snöru um háls hans. Smollett tekur á móti lögreglumönnunum með hvítt reipi, snöruna, um hálsinn. Hann kveðst aðspurður ætla að taka snöruna af sér og gerir það örskotsstund síðar. „Ég vildi bara að þið sæjuð hana,“ segir Smollett við lögreglumennina. Þá tjáir hann lögreglumönnunum að árásarmennirnir hafa hellt yfir sig klór. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er hluti af stórum gagnapakka málsins sem lögregla gerði aðgengilegan almenningi í gær. Í öðru myndbandi sjást Abel og Ola Osundairo, bræður sem sakaðir eru um að hafa hjálpað Smollett að sviðsetja árásina, í leigubíl kvöldið sem hin meinta árás var gerð. Osundairo-bræðurnir stefndu lögmannateymi Smolletts í apríl fyrir meiðyrði í kjölfar umfjöllunar af meintri aðkomu þeirra að árásinni en lögmennirnir sögðu kröfu bræðranna „hlægilega“. Video from inside taxi of Osundairo brother's on their way to meet Jussie Smollett night of reported attack..according to CPD@cbschicago pic.twitter.com/kYbUcoiwi5— Charlie De Mar (@CharlieDeMar) June 24, 2019 Í lok mars var Smollett gert að greiða 130 þúsund Bandaríkadali, rúmar sextán milljónir íslenskra króna, fyrir kostnað lögregluembættisins við rannsókn málsins. Smollett neitaði að borga en var í kjölfarið stefnt af borgaryfirvöldum í Chicago fyrir þrefalt hærri upphæð en honum var upphaflega gert að reiða fram. Þann 21. júní síðastliðinn skipaði dómari í Chicago sérstakan saksóknara til að rannsaka meðhöndlun lögreglu á fullyrðingum Smolletts. Í frétt BBC er haft eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin gæti orðið til þess að Smollett verði ákærður í annað sinn. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. Smollett sést þar taka á móti lögreglumönnum með snöru um hálsinn, sem hann segir að árásarmennirnir hafi vafið um háls sér. Smollett er sakaður um að hafa sviðsett árásina sjálfur. Fjöldi óvæntra vendinga hefur orðið á málinu síðan Smollett, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Empire, steig fram í janúar og sagði árásarmenn hafa kýlt sig í andlitið, hellt yfir sig „óþekktu efni“ og vafið snöru um háls sér. Smollett sagði árásina hafa verið framda á grundvelli fordóma í garð svartra og samkynhneigðra en hann tilheyrir báðum hópum. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Smollett var síðar ákærður og handtekinn fyrir að ljúga til um árásina, sem hann var sakaður um að hafa sviðsett vegna óánægju með laun fyrir störf sín við Empire-þættina. Að endingu var fallið frá öllum ákærum á hendur Smollett en hann greiddi sekt og sinnti samfélagsþjónustu í staðinn. Smollett var samt sem áður rekinn úr leikaraliði þáttanna og klipptur út úr lokaþáttum nýjustu þáttaraðarinnar. Jussie Smollett var sakaður um að hafa fengið bræðurna Abel og Ola Osundairo til að sviðsetja árásina með sér.AP/Ashlee Rezin Í myndbandi sem lögregla birti svo í gær sjást tveir lögreglumenn svara útkalli að íbúð Smollett í Chicago á níunda tímanum janúarmorguninn eftir árásina, eða um sjö klukkustundum eftir að Smollett segir að ráðist hafi verið á sig. Þar hitta lögreglumennirnir fyrir Smollett og Frank Gatson, sem kynnir sig sem „listrænan stjórnanda“ Smolletts. Gatson segir Smollett stórstjörnu sem vilji líklega ekki gera veður úr málinu en bætir við að hann sé í uppnámi þar sem árásarmennirnir hafi sett snöru um háls hans. Smollett tekur á móti lögreglumönnunum með hvítt reipi, snöruna, um hálsinn. Hann kveðst aðspurður ætla að taka snöruna af sér og gerir það örskotsstund síðar. „Ég vildi bara að þið sæjuð hana,“ segir Smollett við lögreglumennina. Þá tjáir hann lögreglumönnunum að árásarmennirnir hafa hellt yfir sig klór. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er hluti af stórum gagnapakka málsins sem lögregla gerði aðgengilegan almenningi í gær. Í öðru myndbandi sjást Abel og Ola Osundairo, bræður sem sakaðir eru um að hafa hjálpað Smollett að sviðsetja árásina, í leigubíl kvöldið sem hin meinta árás var gerð. Osundairo-bræðurnir stefndu lögmannateymi Smolletts í apríl fyrir meiðyrði í kjölfar umfjöllunar af meintri aðkomu þeirra að árásinni en lögmennirnir sögðu kröfu bræðranna „hlægilega“. Video from inside taxi of Osundairo brother's on their way to meet Jussie Smollett night of reported attack..according to CPD@cbschicago pic.twitter.com/kYbUcoiwi5— Charlie De Mar (@CharlieDeMar) June 24, 2019 Í lok mars var Smollett gert að greiða 130 þúsund Bandaríkadali, rúmar sextán milljónir íslenskra króna, fyrir kostnað lögregluembættisins við rannsókn málsins. Smollett neitaði að borga en var í kjölfarið stefnt af borgaryfirvöldum í Chicago fyrir þrefalt hærri upphæð en honum var upphaflega gert að reiða fram. Þann 21. júní síðastliðinn skipaði dómari í Chicago sérstakan saksóknara til að rannsaka meðhöndlun lögreglu á fullyrðingum Smolletts. Í frétt BBC er haft eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin gæti orðið til þess að Smollett verði ákærður í annað sinn.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06
Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02
Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21