Annar flugmannanna sem leitað var að eftir árekstur tveggja þýskra orrustuþotna nærri Laage herstöðinni í norðaustur Þýskalandi, er látinn. Reuters greinir frá.
Greint var frá því fyrr í dag að flugmaður þriðju vélarinnar sem með var í för hafi staðfest flugmennirnir hafi báðir náð að losa sig úr vélunum áður en að árekstrinum kom. Einn flugmannanna fannst eftir að hafa lent í skóglendi en leitað var að hinum sem nú hefur fundist látinn.
Flugmennirnir flugu Eurofighter orrustuþotum en ekki hefur komið fram hver tilgangur verkefnisins sem þeir stóðu í var þegar slysið bar að garði.
Fregnir hafa borist af því að smáir skógareldar hafi kviknað eftir að vélarnar hafi brotlent.
Annar flugmannanna lést eftir árekstur orrustuþotanna

Tengdar fréttir

Orrustuþotur skullu saman í háloftunum
Tvær þýskar Eurofighter-orrustuþotur brotlentu í dag yfir norðausturhluta Þýskalands eftir að hafa skollið saman í loftinu.