Dæmdur fyrir að grípa um „flott“ brjóst konu á sjómannadaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 14:32 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/pjetur Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira