Kýpverski raðmorðinginn dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 13:08 Lögreglumenn fylgja fangaflutningabílnum sem færði Metaxas úr dómhúsinu í fangelsið í höfuðborginni Níkósíu. AP/Petros Karadjias Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00
Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38
Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04
Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22
Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45