Ástæðan er víst sú að orðið „Owner“ gæti verið viðkvæmt fyrir suma. Það vísi til þess að einhver eigi annað fólk og það fer ekki vel ofan í alla.
The NBA has banned the term owner, as in team owner, because it is racially insensitive and has replaced it with governor per commissioner Adam Silver. I am not joking. This is real life.
— Clay Travis (@ClayTravis) June 24, 2019
Einhverjir eigendur eru þegar búnir að breyta um nafn og tala um sig sem „Governor“ eða hreinlega sleppa titlinum og setja sig sem stjórnarformann félagsins sem þeir vissulega eiga.
Mörgum þykir þetta frekar fáranlegt og ansi langt seilst í því að passa upp á að móðga örugglega engan.