Ólafur: Á eftir í öllum aðgerðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 23. júní 2019 21:44 Ólafur er ekki viss hvort FH bæti við sig liðsstyrk þegar félagaskiptaglugginn opnar í byrjun júlí. vísir/bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00