Aðalheiður, sem er blaðamaður á Fréttablaðinu, vakti í vikunni mikla athygli þegar hún birti myndir af sér á Facebook þar sem hún var öll sundur bitin eftir pláguna lúsmý. Fjöldi bitanna var svo mikill að hún hafði ekki tölu á þeim og sagði hún að þau skiptu líklegast hundruðum.
Sjá einnig: Sunudrbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni
Aðalheiður segir í færslu sinni að blóðtegund hennar sé O mínus og það eigi að vera uppáhalds blóðtegund mýsins. Því líki vel við sykur en forðist B vítamín eins og heitan eldinn.
„Ég heyri að lavender fari líka í taugarnar á því. Þá er mér sagt að maður eigi að velta sér upp úr hreinni jógúrt gegn kláðanum. […] Sjálf treysti ég best á læknavísindin og pillur og smyrsl af svörtum markaði.“
„Og fyrir mína bestu vini og ættingja sem hafa verið mér svo góðir og komið færandi hendi með meðul,“ bætti hún við.