Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2019 14:53 Bitunum fjölgaði ekki eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri. Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri.
Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00