Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 11:00 Ferðamenn, sem sækja Skálholt heim þurfa að borga aðgangseyri á staðnum í gegnum ökutækin, sem þeir koma á til staðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira