Nýjar rannsóknir staðfesti virkni þörunga á Psoriasis Sighvatur Jónsson skrifar 22. júní 2019 23:00 Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega. Lyfjafræðingurinn Ása Bryndís Guðjónsdóttir er nýútskrifuð sem doktor í ónæmisfræði. Síðustu ár hefur hún rannsakað áhrif þörunga í Bláa lóninu á frumur sem mynda Psoriasis sjúkdóminn. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefnið sitt við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir klínískar rannsóknir liggja fyrir um lækningarmátt Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingum vegni betur ef þeir fara í lónið samhliða ljósameðferð vegna sjúkdómsins. „Það hefur aldrei verið sýnt fram á neina ákveðna virkni, hvað það er í lóninu sem hefur þessi áhrif,“ segir Ása. Ása Bryndís einangraði fjölsykru frá þörungunum í Lóninu sem hún hefur prófað á þeim frumugerðum sem valda Psoriasis. „Efnið virðist í rauninni hægja á og róa allt þetta bólgukerfi sem er í gangi og er ofvirkt í þessum sjálfsofnæmissjúkdómi sem Psoriasis er,“ segir Ása sem bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt er að fullyrða að efnin í Bláa lóninu hafi áhrif á sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega spennandi að halda áfram með þetta og koma þessu í lyfjaform,“ segir Ása.En er verkefnið komið á þann stað að hægt er að framleiða lyf eftir niðurstöðunum?„Við erum náttúrulega ekki komin á þann stað en þetta klárlega opnar ný tækifæri og nýjar víddir í okkar rannsóknar- og þróunarstarfi. Vonandi getur þetta skilað sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir Psoriasis-sjúklinga,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira