Jóhannes Karl: Allt saman virkilega svekkjandi Gabríel Sighvatsson skrifar 22. júní 2019 20:09 Jóhannes Karl var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn HK. vísir/daníel þór „Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30
Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56