Kennarar kátir en aginn minni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 19:45 Íslenskir kennarar telja meðal annars þörf á því að hækka laun kennara og auka stuðning við kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira