Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2019 18:30 Þeir kalla sig Giljagaura, þeir Þráinn Sigurðsson og Samúel Alexandersson, eigendur Zip-line. stöð 2 Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira