Gat ekki hafnað þessu boði Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 11:30 Hilmar Smári Henningsson. vísir/bára Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga