Gat ekki hafnað þessu boði Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 11:30 Hilmar Smári Henningsson. vísir/bára Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira