Íslendingarnir að öllum líkindum ekki með Chikungunya-veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 15:43 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur
Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41