Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.
Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021.
Þar sem áætlað er að hverfið rísi er nú grófur iðnaður.reykjavíkLóðirnar sem samkomulagið tekur til eru um 10 hektarar. Í dag er aðeins hluti svæðisins nýttur undir byggingar en miðað við fyrirliggjandi nýtingarhugmyndir er áætlað að byggingarmagn ofanjarðar á lóðunum verði um 247.000 m2. Þar af verða 180.000 m2 fyrir íbúðarhúsnæði og 67.000 m2 fyrir atvinnuhúsnæði.
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkAð því er segir í tilkynningu borgarinnar muna lóðarhafar „taka þátt í kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða hverfisins með greiðslu gjalda umfram gatnagerðargjald.
Áætlað er að í fullbyggt hverfi geti rúmað allt að 13.000 íbúa auk ýmis konar þjónustu og atvinnustarfsemi. Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið og renna enn frekar stoðum undir þessa uppbyggingu.
Miðlæg staðsetning Ártúnshöfða og áhersla á öflugar almenningssamgöngur mun því stytta vegalendir innan borgarinnar og styðja við umhverfisvæna þróun Reykjavíkurborgar með þéttri og nútímalegri borgarþróun.“